Sunnudagur, 10. apríl 2011
71% er góður slatti...
Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart. Íbúar Suðurkjördæmis búnir að vera þjakaðir og þjáðir síðan hrunið varð og réttlætiskenndin hefur haft yfir í þessu máli - þrátt fyrir fyrirsjáanlega áframhaldandi sult og seyru! Þetta er svona hingað og ekki lengra skilaboð, við eigum nóg með okkur og okkar skuldir - við viljum ekki borga skuldir sem aðrir stofnuðu til fyrr en í fulla hnefana og allar leiðir hafa verið reyndar!
Ja, eða þá við erum heimska fátæka fólkið eins og heyrðist á einum fjölmiðlinum í síðustu viku þegar verið var að greina hverjir ætluðu að segja já og hverjir ætluðu að segja nei. Það ku víst hafa verið ríka og vel menntaða fólkið sem ætlaði að segja já!
Hver sem ástæðan er (kannski efni í félgasfræðilega rannsókn?) er niðurstaðan afgerandi
71% segir nei í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.