Mánudagur, 29. maí 2006
Graðskagavegur??
Hvar er þessi Graðskagavegur eiginlega?? Skemmtileg villa í fyrirsögn þó að efni fréttarinnar sé alls ekkert aðhlátursefni! Tekið af vef Víkurfrétta www.vf.is
Þriggja bíla árekstur á Graðskagavegi
Ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, olli þriggja bíla árekstri á Garðskagavegi milli Garðs og Sandgerðis á níunda tímanum í gærkvöldi.
Viðkomandi hugðist aka framúr bifreið en lenti á afturhorni hennar. Síðan lenti bifreið hans á kyrrstæðri bifreið sem var í vegaröxl. Farþegi í þeirri bifreið slasaðist og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan til Reykjavíkur til frekari skoðunar. Flytja þurfi tvær bifreiðar burt með dráttarabifreið.
Mynd: Úr safni VF og tengist ekki slysinu sem um ræðir
Athugasemdir
Hahahaha þessi stafsetningavilla kætir mig mjög.......
Auja Guð, 29.5.2006 kl. 12:45
Ja, þeir eru búnir að lagfæra þetta hjá sér núna - en alltaf gaman af svona villum - hehe
Rosaleg, 29.5.2006 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.