Viðburðaríkur sólarhringur!

Það má með sanni segja að sólarhringurinn 22. mars - 23. mars gleymist ekki í bráð.  Þetta er búinn að vera einn furðulegasti sólarhringur í lífi okkar.  Ferð á flugvöllinn að sækja vinkonu okkar, setið við dánarbeð vinar okkar á gjörgæslu, dottið inní atburðarrás sem að okkur grunaði ekki að væri til í alvörunni, heldur bara eitthvað sem að maður sér í bíómyndum eða Jerry Springer, vaknað um miðja nótt við "eitthvað" og fengið svo sterka tilfinningu fyrir því að nú væri hann dáinn aðeins til að fá símhringingu 5 mínútum seinna sem að staðfesti það - og svo lauk þessum 24 tímum með sprengjufréttum tengdum fjölskyldunni.  Ég segi nú bara ekki annað - hvað næst?  Sem betur fer var vinnudagurinn stórtíðindalaus - hefði ekki komið mér á óvart ef að eitthvað hefði gerst þar!

Fyrir utan þennan skrítna sólarhring er allt barasta við það sama hérna - held ég - er hálf meðvitundarlaus af þreytu og þrái ekkert heitara en að sofna feitt fyrir framan imbann í kvöld þegar snúllurnar eru sofnaðar.  Það styttist í það.  Jón Fannar er uppí húsi að byggja veggi, stelpurnar búnar að fá kvöldmatinn og eru hálfháttaðar, svo að þetta er allt að koma hjá mér.

Á von á systur minni í helgarheimsókn um helgina svo að það verður eflaust stuð að venju - ætlum að plotta eitt og annað fyrir sumarið, það þarf víst að skipuleggja eitt brúðkaup eða svo á næstunni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe jamm svona eru sumir dagar...ættum að fá þátt á Skjá einum svona í anda Jerry Springer ; )
En helgin verður sko ekki róleg....hlýtur að koma eitthvað skemmtlegur atburður upp í anda Jerry!!!!

Stóra sys (IP-tala skráð) 24.3.2006 kl. 13:01

2 identicon

ómægod - heldurðu það?

Rosaleg (IP-tala skráð) 24.3.2006 kl. 13:05

3 identicon

ó já.......þar sem við komum saman er fjör

Stóra sys (IP-tala skráð) 24.3.2006 kl. 13:09

4 identicon

Úff.... það væri nú alveg vel þess virði að vera fluga á vegg þegar þið farið að bulla ... hehehe!! :o)
góða skemmtun um helgina...

Beta (IP-tala skráð) 24.3.2006 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband