Mánudagur, 20. mars 2006
ROSALEGA er langt síðan síðast
Jæja, fannst vera kominn tími til að byrja með smá blogg aftur af okkur fjölskyldunni. Mér reiknast það til að við höfum bloggað síðast á síðuna okkur útí London í byrjun júlí 2005, og síðan þá alltaf verið á leiðinni með að skella servernum í samband. En hérna er allavegna hægt að setja inn smá fréttir og slúður og upptalningu á leiðinlegum atburðum úr daglegu lífi okkar.....hehehe
Hvað er svona helst að frétta af okkur annars? Jú, við fluttum til Íslands, ég fór að vinna, Eliza er á leikskóla, Anita hjá dagmömmu og Jón Fannar flýgur á milli landa og reynir að gera öllum til hæfis inn á milli þess sem að hann, ásamt föður sínum, byggir framtíðarheimili fjölskyldunnar í Innri Njarðvík. Lífið gengur bara sinn vanagang hérna hjá okkur í Njarðvíkinni. Eliza er orðin 4. ára og er sannfærð um að hún sé prinsessa, Anita verður 2. ára í maí og er að myndast við það að fara að tala. Hún vill líka vera prinsessa eins og stóra systir - og auðvitað ganga prinsessur í kjól á hverjum degi og nota varalit - það vita það allir!
Verkefni næstu mánaða er að koma nýja húsinu í stand svo að við getum flutt þar inn sem fyrst - eða allavegna svona í byrjun sumars! Nóg af verkefnum í boði fyrir vinnufúsar hendur!
Breytt 1.4.2006 kl. 19:29 | Facebook
Athugasemdir
vá loksins loksins, maður er búin að bíða eftir að þið bloggið aftur, ég á eftir að fylgjast með hérna inni á hverjum degi ;)
Stóra sys (IP-tala skráð) 21.3.2006 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning