Föstudagur, 24. mars 2006
Góður dagur...
...að minnsta kosti enn sem komið er, og ég efast um að hann geti versnað nokkuð úr þessu! Fengum góða gjöf í dag sem á eftir að koma sér vel í sumar svo að takk kærlega fyrir okkur - þeir taka það síðan til sín sem að eiga það!
Leikskólinn hafði samband við okkur í fyrradag og vildi færa Elizu yfir á nýja leikskóladeild frá og með mánudeginum. Við vorum ekkert hrifin af því og sögðum okkar skoðun á því, barnið er loksins að festast í sessi á þessari deild, þetta er ekki nema þriðji leikskólinn á rúmu ári, því að í apríl í fyrra fór hún af sínum gamla leikskóla yfir á nýjan og svo byrjaði hún á þessum í ágúst. Ég hefði kannski sagt já ef að það væru fleiri að fara yfir á aðra deild, en nei, hún átti að vera sú eina. Hún kemur til með að fara yfir á aðra deild í ágúst, en þá fer allur hópurinn og ein fóstra með þeim - mér finnst ekki rétt að taka hana frá öllum vinum sínum í einu, það er ekki nema 2 vikur síðan að stór hópur af deildinni hennar fluttist á aðra deild (miklar breytingar á leikskólanum, búið að fjölga um 2 deildir) og þar á meðal voru 2 góðar vinkonur hennar. Eliza er orðin elst á sinni deild, enda afmæli í janúar - en á hennar deild eru börn fædd 2002 - sem að koma síðan til með að vera flest með henni í skóla þegar hún byrjar í skóla. Allavegna, hún verður áfram á Hlíð fram á sumar, þá flytur hún á Kot ÁSAMT hinum krökkunum. og ekki orð um það meir! Anita fær vonandi pláss í júlí, ef ekki, þá í ágúst þegar við komum úr fríinu. Hefði samt helst viljað vera búin með hana í aðlögun áður en við förum í fríið, því að ég verð þá í sumarfríi og dagmamman verður í fríi. Sjáum til hvernig það fer allt saman.
Ósk Traustadóttir á afmæli í dag og er orðin 1. árs - við óskum henni að sjálfsögðu til hamingju með daginn!
Fjárfestum í páskaeggjum handa stelpunum í gær í Bónus - Eliza var alveg óð þegar hún sá alla staflana af eggjum og var ekkert smá fljót að velja sér eitt - með bleiku blómi og appelsínugulum unga.
Helgin stefnir í rólegheit og leti - smá tiltekt og þvottasyrpa svona innámilli
Breytt 1.4.2006 kl. 19:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning