Fimmtudagur, 1. júní 2006
Sveitaferð
Jíha... ætlum að leggja land undir fót og skella okkur norður um helgina, kíkja á Hóla og útrétta þar eitt og annað sem að snýr að brúðkaupinu. Leggjum af stað seinnipartinn á morgun, áum líklega í Borgarfirðinum annað kvöld og höldum svo áfram för á laugardagsmorgun. Verðum með tjaldvagn með okkur og tjöldum líklega fyrir norðan á laugardag, mar verður nú að prófa aðstæður! Spáin er góð frameftir helgi, byrjar líklega að rigna samt á mánudag - en þá er helgin líka búin!
Vikan búin að vera fljót að líða, enda nóg að gera þessa dagana, lokavikan í skólanum svo að nóg að gera þar. Skrapp í smá verslunarferð til höfuðborgarinnar áðan og fjárfesti í nauðsynjum fyrir fjölskyldumeðlimi. Er síðan búin að eyða kveldinu í að pakka okkur saman, svo að við ættum að geta lagt af stað á góðum tíma á morgun - eftir vinnu að sjálfsögðu, vonum bara að það verði ekki of mikil traffík útúr bænum!
Adios amigos
p.s. boðskortin eru loksins farin í póst - látið mig vita ef að ég hef gleymt einhverjum!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.