Hérna gefur á að líta prjónauppskrift af húfu fyrir börn. Uppskriftin er í myndaformi og vona ég að þið sjáið hvernig á að athafna sig við þetta. Set hérna inn mynd líka af tilbúnum húfum. Allir mega nota sér uppskriftirnar, ég fann það þegar ég fór að leita mér að húfuuppskrift á netinu, að það var fátt um fína drætti. Hef því hugsað mér að koma inn uppskriftum hér - fríum - fyrir gesti og gangandi að styðjast við. Þessar húfur hef ég prjónað á prjóna nr. 3,5 (byrja á hringprjón) og notað til þess bómullargarn, en auðvitað er hægt að leika sér að stærðinni með því að nota grófari prjóna og grófara garn.
Ef þið rekist á villur eða vantið frekari upplýsingar, sendið póst á rosaleg@gmail.com.
Meginflokkur: Prjónauppskriftir | Aukaflokkur: Menning og listir | Sunnudagur, 8. apríl 2007 (breytt kl. 11:31) | Facebook