Gargandi gæs á mótorhjóli!

Jæja, fólk var að heimta sögur úr gæsuninni.  Læt fljóta með hvað var gert við Stegginn. 

Síðast þegar ég sá Stegginn var hann í skotti á BMW.  Það var víst farið með hann á rúntinn og hann ruglaður soldið í rýminu og svo enduðu þeir í Go-kart hérna í Njarðvíkinni.  Að því loknu lá leiðin inní Kringlu þar sem hann var látinn labba þar í gegn og leika hinar ýmsu hundakúnstir á leiðinni í Ríkið.  Eftir það fór hann á torfærukeppni og var settur á skóflu og slökkvitæki, kynntur í hátalarkerfinu og má eflaust sjá honum bregða fyrir í næsta þætti á Mótorsport.  Þeir enduðu síðan för sína í heitu pottunum í laugum þar sem Stegggarmurinn fékk loksins að fara úr múnderingunni og í almennileg föt.

 

Gæsin afturámóti var sótt á hádegi heim til sín og þegar höfuðborgin nálgaðist látin setja húfu á hausinn svo að hún vissi ekki hvert förinni var heitið.  Við Hallgrímskirkju beið síðan heljarinnar hópur af skvísum sem voru saman komnar til að hrekkja vinkonu sína og frænku!  Svalur

Þar beið mín bjór og fyrsti póstur í ratleik um miðbæinn sem að dró mig í að leysa hinar ýmsu þrautir.   Auðvitað var ég dressuð upp í múnderingu og varð sætari... Hissa  (vissi ekki að það væri hægt sko!!)  Svo lá leið niður Skólavörðustíginn, Laugarveg og Bankastræti niðrá Ingólfstorg í glampandi sól og fíneríis veðri.  Ég mátti leysa hinar ýmsu þrautir á leiðinni, s.s. kaupa brauð, koma konu til hjálpar með því að veita skyndihjálp og greina hana rétt, rista brauðið, semja ástaróð til Jóns Fannars og lesa hann upp upphátt, teikna mynd af draumaprinsinum, safna undirskriftum til styrktar bættum tölvukosti í grunnskólum Íslands, ákveða hvernig blóm ég væri og kaupa það í hárið á mér og já eitthvað fleira.  För okkar endaði á Ingólfstorgi þar sem að við mér tók mótorhjólatöffari mikill sem að brunaði Öskrandi með mig gargandi inní Laugar þar sem að komið var að dekri fyrir mig.  Pottur, gufa og mmmmmmm, súkkulaðinudd!!  Haldiði að það hafi ekki komið þessi líka svakalegi hönk og nuddað mig frá toppi til táar uppúr súkkulaði.  Soldið subbulegt, en ég get vel ímyndað mér hvernig páskaeggi líður, allavegna lyktaði ég eins og eitt nr. 370 frá Nóa Síríusi  Glottandi

Held að Steggurinn hafi ekkert verið hrifinn af þessu nuddi, allavegna bar hann þess merki um kvöldið...eftir að hann frétti af því.......hehehe

Steggja og Gæsahóparnir hittumst svo á Fridays þar sem að það var etið og drukkið, og að auðvitað fengum við eftirrétti í stíl við þema dagsins, hann fékk tvö kirsuber og ég heilan banana, allt með ís og rjóma og súkkulaðiköku.......þið verðið bara að sjá myndirnar!

Hópurinn skellti sér síðan í Ölver þar sem að sungið var í Karókee fram á rauða nótt...gasalegt stuð, já og við erum svona rétt að skríða saman aftur núna  Hlæjandi

 

Thats all folks, vonandi koma myndir inn síðar, en það er því háð að ég fái einhverjar sendar frá fólkinu með myndavélarnar!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur greinilega verið svaka fjör, hlakka til að sjá myndir ;)

Elsa Þóra (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband