Laugardagur, 1. júlí 2006
Draumar
Ég var með alveg agalega miklar draumfarir í nótt og tveir sterkir draumar sem að ég man eftir.
Í öðrum þeirra varð ég alveg agalega reið og sár vegna svika í minn garð gagnvart ákveðnum manneskjum og samkvæmt www.draumur.is að þá táknar það: Að vera reiður við einhvern í draumi er öruggt merki um að sá hinn sami er tryggasti vinur þinn. Dreymi þig að einhver svíki þig geturðu treyst á hollustu vina þinna þegar á reynir. Þú munt hljóta hjálpsemi. Þetta síðasta var nafn eins gerandans. Nú eins og flestir vita að þá er ég nú ekki sú manneskja sem er mikið fyrir að rífast og skammast við aðra þannig að ég var hálf sjokkerðu þegar ég vaknaði........hehe
Hinn draumurinn var eitthvað álíka fáránlegur, en þá var ég allt í einu farin að klippa og flétta hár á þjóðþekktri persónu. Að dreyma hár útleggst í þessu tilviki sem; Að greiða hár annarra boðar að þú leitar ráða hjá öðrum. Að flétta hár sitt er fyrir nýjum vináttuböndum. Að missa hár eða klippa það mjög stutt er fyrir veikindum eða skaða. Ég veit nú ekki alveg hvort að þetta síðastnefnda eigi við mig eða þessu þjóðþekktu persónu, en svo er aftur á móti spurnin hvort að maður eigi að vera að taka eitthvað mark á þessu! Að dreyma nafn þessarar persónu er afturámóti fyrir trúarlegri athöfn. Þetta með trúarlegu athöfnina getur alveg stemmt, enda ekki nema tvær vikur í brúðkaup!
Draumar - er eitthvað mark takandi á þeim?? Hvert er þitt álit?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.