Mánudagur, 10. júlí 2006
Well well!
Ætla ekkert að tjá mig neitt mikið um neðangreinda frétt - en finnst þetta allt saman frekar sorglegt!
Annars var helgin bara róleg, skruppum aðeins í sveitina, vorum 2 tíma á leiðinni heim frá Borgarnesi til Mosfellsbæjar, voða gaman hjá okkur í bílalest Elíza fór í húsbílaferð með ömmu sinni svo að Aníta var ein um alla athyglina sem að henni fannst nú ekki leiðinlegt.
Vikan framundan er spennandi, nóg að gera hjá okkur við að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir laugardaginn - víííí, get bætt því við að það er ekki laust við að smá stress sé farið að gera vart við sig
Veðurspáin fyrir Hóla næsta laugardag eins og hún er á vef veðurstofunnar í dag.
FÖS, LAU og SUN: S-læg átt og vætusamt, en úrkomulítið og hlýtt í veðri á NA- og A-landi.
LAU 7 m/s 10 ° til 13 ° C
Held að það sé alveg ágætis veður þarna í sunnanátt!! Allir að krossleggja allt sem hægt er að krossleggja, hehehe
9 ára og 62 ára gamlar mæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.