Svefn

Veit einhver gott ráð við svefni?  Einhverra hluta vegna sefur mín eitthvað illa þessa dagana, mætti halda að eitthvað stress sé farið að gera vart við sig...

Annars er þetta allt að smella saman hjá okkur, nokkur smá atriði sem þarf að redda og svo erum við ready to go, ætlum að leggja af stað norður býst ég við uppúr hádegi á morgun.

Aníta byrjar á leikskóla í dag og hlakkar voðalega mikið til, búin að arka um með nýju leikskólatöskuna sína á bakinu núna í tvo daga.  Var ekki sátt við að fá að fara ekki með Elizu í gær, en er sannkölluð rólódrottning eftir hádegið.  Ég hef grun um að þetta verði alls ekki strembin aðlögun hjá okkur mæðgum, því að hún er svo félagslynd litla snúllan.

Jæja, best að drífa liðið á fætur til að geta verið komin á leikskólann á réttum tíma....geisp Hissa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætt ráð við svefnleysi er að drekka flóaða mjólk eða fá sér heitt kakó til að róa sig fyrir svefn.
Þegar upp í rúm er komið er best að gera slökun bæði á huga og líkama með því að anda hægt og rólega inn um nefið og út um opinn munn nokkrum sinnum. Slaka síðan á smátt og smátt byrja á að gretta sig í framan og slaka, kreppa handleggi og slaka, kreppa maga og slaka, kreppa fætur + ökkla og slaka, anda rólega vel niður í maga og hugsa um að þú sért á dúnmjúku skýi á leið í sólina og hitann,,,,umm þú ert örugglega sofnuð. Kveðja græjan.

græjan (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 10:59

2 Smámynd: Rosaleg

jesús pétur, þetta er allt of mikið vesen....hehe - ég skil vel að fólk sofni, það deyr úr leiðindum...hahaha

Rosaleg, 12.7.2006 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband