Föstudagur, 25. maí 2007
Stjörnuspáin getur oft verið glettilega sannspá...
Vatnsberi: Það sem er sagt í gríni getur virkað sem gagnrýni, alveg sama þótt þú meintir það ekki þannig. Það getur reynst jafn flókið að útskýra mál þitt, betra er að læra af mistökunum.
Hvað oft hef ég ekki lent í þessum aðstæðum, síðast bara fyrir tæpum mánuði þegar ég móðgaði vinkonu mína sem hafði farið í rándýra greiðslu. Ég get verið alveg einstaklega orðóheppin á köflum, kemur allt öfugt út úr mér. Pjúff, þess vegna er ég stundum þessi þögla týpa bara, fæst orð bera minnsta ábyrgð!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.