Þriðjudagur, 4. apríl 2006
Meiri veikindi
Jæja, núna erum við mæðgur, þ.e. ég og Aníta heima í dag. Hún er veik enn eina ferðina greyið. Fór með hana á mánudaginn í síðustu viku og þá var hún með eyrnabólgu, fékk pensillín, kláraði á laugardaginn, komin með hita aðfararnótt sunnudags en annars hress. Var svo orðin drulluveik þegar ég sótti hana til dagmömmunnar í dag, gröfturinn lak svoleiðis úr augunum á henni og hún var eins og geimvera í framan (soldið ýkt)! Læknirinn sá greinilega eyrnabólgu hægra megin svo að það lítur út fyrir að pensillínskammtur síðustu viku hafi ekki gert neitt gagn, orðin ónæm fyrir Flemoxin. Er núna komin á eitthvað meira krassandi og við skulum vona að henni fari að batna núna, ómögulegt að hún finni alltaf svona til í eyranu sínu.
Af öðrum málum að þá er bóndinn í Glasgow þessa vikuna, væntanlegur heim um hádegi á föstudag. Ekki er alveg útséð með Boston ferðina sem að vera átti í næstu viku, það getur verið að hún standist ennþá svo að - watch this space!
Var með smá námskeið niðrí vinnu í gær, gekk alveg sæmilega, gaman að geta miðlað af kunnáttu sinni til þeirra sem að minna vita!
Gistum hjá Önnu Siggu og Palla á laugardagskvöldið - stelpurnar voru hjá "Mæju ömmu" - það var voða gaman í afmælinu sem að við fórum í og svo var líka gaman í fermingarveislunni sem að við fórum í á sunnudaginn, alltaf gaman að hitta ættingja og spjalla. Jón Fannar var búinn að vera á ferðalagi í 24 tíma þegar hann lenti klukkan 3 á laugardaginn og var soldið þreyttur, en er svona að jafna sig á tímamismuninum þessa dagana.
Stefni á það að ryksuga og taka soldið til í dag fyrst ég er heima - þið vitið nú hvað mér finnst það gaman...hehehe
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.