Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Cirkus
Við stelpurnar kíktum í Cirkus á mánudaginn í boði Reykjanesbæjar og skemmtum við okkur allar alveg konunglega. Ótrúlegustu hlutir sem að krakkarnir voru búnir að þjálfa sig upp í. Flott hjá þeim. Þið getið séð smá myndbrot frá þessu með að smella á linkinn hérna mms://veftv.vf.is/flikflak.wmv
Heimasíða Cirkusinns er síðan á þessari slóð http://www.cirkusshop.dk/cff/´
Þetta var nú ekki eina sem að okkur var boðið uppá á mánudaginn. Síminn bauð okkur hjónunum á forsýningu á Harry Potter klukkan 6 og á leiðinni þangað komum við í Bernhard og sjoppuðum okkur annan bíl. Ekki segja svo að maður hafi ekki nóg við að vera í fríinu.
Erum búnar að eiga góða daga núna í sumarfríinu við stelpurnar, sólbað og leikir, enda búnar að vera alveg rosalega heppnar með veðrið þessa 10 daga síðan að fríið okkar hófst. Vonandi að næstu 4 vikur verði eins góðar Ég sem ætlaði að vera rosa dugleg að taka allt í gegn heima, það verður bara að bíða meðan sólin skín, hehehe...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.