Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Pennaveskjakapphlaupið
Ég man þá tíð að enginn var maður með mönnum nema að hann ætti að minnsta kosti tveggja hæða pennaveski, þriggja hæða voru þó flottust, þar sem að sér hólf var fyrir trélitina, annað fyrir tússlitina og sér hæð fyrir blýantana og skrifáhöldin öll. Og auðvitað varð að vera skrautleg mynd helst af einhverri þekktri teiknimyndapersónu utaná. Vá hvað mér fannst þessi pennaveski hrikalega spennandi og man þegar mér áskotnaðist eitt að gjöf frá ömmu og afa - á þremur hæðum, hvorki meira né minna, það var sko kúl! En mikið assgoti gat maður öfundað hina sem áttu flottu pennaveskin - á meðan maður átti ekki sjálfur nema einnar hæða!
Mér finnst þetta með að kennararnir panti ritföngin stórsniðugt og ég er líka algjörlega hlynnt þessu með skólabúningana, skapa samheldni, draga úr öfund og einelti. Bara kúl! :o)
Kennararnir panta ritföngin og foreldrafélagið innheimtir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.