Símar

gsmÉg man þegar ég einaðist minn fyrsta GSM síma.  Fékk forlátann síma í afmælisgjöf frá pabba árið 1999, af Ericson gerð (áður en Sony keypti það), svartan og gulan hlunk, um það bil 3x stærri heldur símar dagsins í dag, og þykkari.  Veit að maðurinn minn var enn fyrr í þessu, var kominn með síma í kringum 1994, þá risa hlunk sem engum dytti í hug að burðast með í beltinu í dag eins og var gert þá.  Hann dauðskammaðist sín fyrir að vera með þetta, þá var lame að vera með GSM síma, en þurfti á honum að halda vegna fyrirtækisins sem að hann rak.  Núna dauðskammast fólk sín ef að þá á ekki GSM síma.  Tímarnir breytast og mennirnir með, það er óhætt að segja það.

 Annars á hún Stórvinkona mín hún Sólveig afmæli í dag, 30 ára, og systir hennar líka, ég vil óska þeim stöllum innilega til hamingju með daginn, kannski ég sendi þeim eins og eitt SMS í tilefni dagsins!

Over and out


mbl.is Farsímatæknin orðin 20 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband