Ging gang gúllí gúllí...

books...held að ég sé að verða soldið gúllí gúllí af öllum þessum lærdómi undanfarnar vikur.  Það er alveg með ólíkindum hvað það er ætlast til mikils af manni.  Ég get svarið það að ég kemst ekki yfir helminginn af því lesefni sem við eigum að lesa fyrir tímana, en svo þegar ég ber mig saman við samnemendur mína, að þá er ég ekki ein um þetta, það er enginn sem kemst yfir að lesa allt sem lesa á!  Samt finnst mér ég vera með nefið ofaní bókum eða gera verkefni allan þann frítíma sem ég hef, öll kvöld nánast og eitthvað um helgar, svo eru virkir dagar náttúrulega nýttir líka þar til tími er kominn að því að sækja börnin á leikskóla.  Ég verð reyndar að játa það að ég skrópaði í lærdómnum tvö kvöld í vikunni og bauð bóndanum í bíó, og fór í saumklúbb kvöldið eftir - tvö heil kvöld!! - og þá finnst mér það agalegt að vera farin að tala um að skrópa í lærdómnum, en svona er samviskusemin að drepa mann, en samt dugar það ekki til að halda dampi í lestrinum!  Ótrúlegt alveg!  Annars er alveg ótrúlegt hvað tíminn er búinn að vera fljótur að líða - einungis mánuður eftir af skólanum, og þar af ein vika í vettvangsnámi, svo verður allur desember helgaður próflestri, svo að eitthvað verður jólaundirbúningurinn snöggsoðinn!  Annars er ekki loku fyrir það skotið að maður geti byrjað á honum strax núna - svo til allar verslanir búnar að opna jóladeildir sínar, a.m.k. IKEA, Hagkaup og Húsasmiðjan, svo hvernig ætli það falli í kramið hjá nágrönnunum ef maður er búinn að koma upp öllu skrauti og seríum í húsinu um miðjan nóvember?

 Já, jólin byrja annað hvort mjög snemma í ár hjá okkur - eða ekki fyrr en korter í jól!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo lengi sem þú kveikir ekki á ljósunum þá sé ég ekkert athugavert við að vera búin að skreyta í nóvember. Margir hafa skreytingarnar uppi allt árið ;)

Elsa Þóra (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 10:40

2 identicon

Hæ.... ég set alltaf upp fyrsta skrautið í kringum 5.nóv þá fæ ég jólaóróa í afmælisgjöf.  Svo fer ég að setja upp ljósinn ég vil hafa þau uppi lengi svo notalegt.....

Karen (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband