Best að fara að elda kvöldmatinn...

raudursokkurÞegar við hjónin fórum í búðina í gær sagði elskulegur eiginmaður minn við mig: "Vá, það eru alveg 3-4 mánuðir síðan ég hef komið inn í matvörubúð!"

Þarf ég að segja eitthvað meira um verkaskiptinguna á heimilinu? Hann reyndar á sína góðu spretti þessi elska, sér alfarið um skúringahliðina og straujerí. Ég man þá tíð þegar við vorum ný byrjuð að búa og unnum öll húsverk, þvotta, matargerð og innkaup í sameiningu. Sú var tíðin! - hef ég mildast svona mikið í feminískum viðhorfum mínum í gegnum árin eða er þetta eitthvað náttúrulögmál sem gerist í kjölfar barneigna?  Það mætti eflaust skrifa heljarinnar ritgerð og rannsaka þetta mál betur.

Hvað varð um rauðsokkuna í mér?


mbl.is Konur vinna enn flest húsverkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ert þú að vinna jafn mikið og hann? Ef svo er þá er sjálfsagt að biðja hann um að taka sig á. En hinsvegar er raunin sú að í flestum samböndum er karlinn að vinna fleiri stundir. Skiljanlegt að þetta virki eins og vog þegar kemur að vinnu og húsverkum (á ekki við um einstaklinga og einstæða foreldra). En er jafnrétti endilega að öll hlutföll verði 50/50? Ég lýt á jafnrétti að sömu leiðir séu í boði, ekki að fólk eigi að fara vissa leið frekar en aðra. Ef kona vill bara vera húsmóðir og með kall í vinnu þá er ekkert að því, einnig frábært mál ef það er öfugt.

Ég hef nú heyrt um rauðsokku sem henti kúst í fangið á kallinum þegar hann var að koma heim eftir 12 tíma vakt, eru það ekki bara ósanngjarnir öfgar? :) Rauðsokkan var bara í hlutastarfi á þessu tímabili.

Geiri (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband