Styttum vinnuvikuna...

worxercise_new...106 yfirvinnutímar á mánuði, það er einn og hálfur vinnudagur á dag, eða rétt rúmir 5 yfirvinnutímar á dag, ofaná þá 8 sem fyrir voru komnir. Það er assgoti mikið og getur ekki gert fjölskyldum gott.

Ég man þá tíð er það var unnið myrkranna á milli hér á landi. Þó er nú ekki hægt að tala um myrkranna á milli því dagarnir (myrkrið) eru svo mislangir hér á landi. Það þótti ekki neitt óeðlilegt að vera að vinna frá 7:30 - 19:00 fyrir ófáum árum og sumir unnu enn lengur.

Sem betur fer vinnur fólk hér á landi sjaldan meira en 10-12 tíma á sólarhring. Það er barasta ekki hollt. Hugmyndin að styttri vinnudegi er sem betur fer farin að riðja sér til rúms hér á landi, skyldu verkalýðshreyfingin eitthvað ætla að aðhafast meira í því að stytta vinnudaginn í komandi kjarasamningum.

Ég heyrði eitt sinn Breta segja um okkur íslendinga: "We live to work but you Icelanders work to live". Eins og ég vil skilja þessa setningu: "Bretar lifa fyrir vinnuna en við íslendingar vinnum til að geta lifað lífinu"!

Skyldi þessu vera eins háttað í Japan?


mbl.is Vann yfir sig og dó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nú er maður farin að skilja þetta með auglýsinguna, "toyota, tákn um gæði" það er að fólk er að leggja á sig OF mikla vinnu fyrir bíl sem hrynur í verði, segi bara "til hvers?"

Gísli (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband