Þriðjudagur, 11. desember 2007
Glæsilegar fréttir
Ég held að maður eigi eftir að skoða það mjög alvarlega að fara yfir til þeirra með húsnæðislánið held ég - lánamarkaðurinn hérlendis er algjör klikkun - sérstaklega þegar maður er búinn að vera þáttakandi í lánamarkaðinum erlendis og sjá hvernig hann virkar - þá eru lánin hér algjörlega út í Hróa Hött!! Maður borgar og borgar og borgar - og aldrei lækkar lánið - hækkar bara og hækkar. Klikkun!
Íbúðalán á evrópskum kjörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Farið nú varlega að fagna - þetta eru allt allt of háir vextir ekkert í líkingu við það sem tíðkast - hér eru þeir að tala um 30% hærri vexti en hjá sambærilegu - það skiptir máli finnst ykkur ekki eða á að láta taka sig allan hringinn
Jón (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 09:58
þetta er viðmiðun með þessa 5% vexti.
Það er verið að tala um að koma með þennan þýska banka hingað til lands og brjóta niður þennan íslenska markað sem að er á þessu blessaða landi!
Ég hef mikla trú á þessu og tel ég að bankarnir hér á landi munu hrinja niður þegar að bankinn frá Bayen kæmi hingað til lands!
Þetta þýska fyrirtæki er nú bara að athuga hvað við Íslendingarnir tökum vel á móti þeim áður en að þeir ákveða að koma hingað til lands og ætla ég að taka vel á móti þeim.
..... (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.