Bezt í heimi...öhhh eða hvað?

verdbolgaÞað er næsta víst að við erum dýrust í heimi. Skrapp um daginn og gerði smá jólagjafainnkaup og það var ekki að spyrja að því, tókst að eyða tugum þúsunda í nánast ekki neitt. Já þeir eru fljótir að telja þúsundkallarnir. Að ekki sé talað um matarkostnaðinn - sem ég hélt að hefði átt að lækka í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar - en sýnist hann ætla vera hærri þessi jól en þau í fyrra. Við lifum í verðbólguþjóðfélagi og meginþorri þjóðarinnar virðist bara sætta sig við það. Hvernig væri að taka höndum saman og reyna að minnka verðbólguna? Gætum við, almúginn, ekki snúið bökum saman og hrundið af stað aðgerðum sem miða að því að minnka þensluna?

Hef það einhvernveginn mjög sterkt á tilfinningunni að meginþorri þjóðarinnar myndi ekki nenna að leggja það á sig. Samt spurning um hvort að stjórnvöld ættu að gefa út lista/leiðbeiningar um hvernig hægt er að draga úr verðbólgunni - á mannamáli fyrir almenning að skilja. Þýðir ekkert að fá speking í sjónvarpið sem segir okkur að draga úr neyslunni en enginn veit hvar á að byrja.

Jæja, er hætt að rausa í bili, best að snúa sér að námsbókunum, próf á morgun, það síðasta sem betur fer - svo er ég komin í jólafrí frá skólanum allavegna, ekki vinnunni......stynj. Gæti þegið tveggja vikna frí á sólarströnd eftir maraþonlestur desembermánaðar.


mbl.is Dýrast að búa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað er svona slæmt við verðbólguna? Getur þú svarað því? Af því mestu og bestu hagfræðingar heims hafa ekki getað sameinast um það. Og í þokkabót er ekki hægt að segja að við búum við neina óðaverðbólgu. Verðbólgan hér stafar af því hversu hratt hagur okkar eykst og þjóðin er alltaf til í að borga meira og meira til auð auka neyslu sína.

J (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband