Sunnudagur, 23. mars 2008
Páskaeggjaleitinni lokið
.....og hún tók á. Aníta greyið var búin að steingleyma hvernig hennar páskaegg leit út og grenjaði og frekjaðist þangað til að hún fékk það páskaegg sem hún hafði augastað á. (Eitt nr. 4 frá Nóa sem pabba hennar áskotnaðist, sjálf hafði hún valið sér í búðinni stórt Rís páskaegg.) Málshættir fjölskyldunnar þetta árið voru á þessa leið: Iðnin eykur alla mennt (Aníta), Prjál og skraut kemur mörgum í þraut (Eliza), Sæll er sá sem gott gerir (Rósa) og Sumum mönnum fer hatturinn betur en höfuðið (Jón Fannar).
Við höfðum nú orð á því að okkur finnst sælgætismagn páskaeggjana heldur hafa aukist í gegnum árin - mig rekur ekki minni í að páskaegg undangenginna ára hafi verið svona full af sælgæti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.