Flott framtak...

kidzui...og vel þarft. Verst að kostnaðurinn er frekar hár - sem verður til þess að ákveðinn hópur barna mun aldrei fá tækifæri til að kynnast leitarvélinni sökum efnahagsstöðu foreldra.

Það var síðast í gær að ég var að leita mér að ákveðnu lagi á netinu og sló inn leitarorðið á google. Sá þar leitarniðurstöðu sem mér leist vel á og smellti á hana og kom þar inn á síðu sem leit út eins og venjuleg síða sem geymdi lög og texta. Smellti á linkinn og var komin inn á eina svaðalegustu klámsíðu sem ég hef séð. Í tveimur smellum - click click - komið!

Ég hef ekki áhuga á að börnin mín sjái svona nokkuð fyrr en þau hafa aldur og þroska til. Hugsa að ég komi til með að nota KidZui í framtíðinni eða sambærilegar leitarvélar sem eru barnvænar til að leyfa stelpunum mínum að kynnast internetinu.


mbl.is Leitarvél fyrir börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband