Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Gleðilegt sumar
Jæja, þá á sumarið að vera mætt á svæðið. Á! En væntanlega verður nú meira vor í lofti næsta mánuðinn eða svo heldur en sumar. Mér, persónulega, finnst sumarið ekki vera komið fyrr en lauf eru komin á tréin og maður heyrir í slátturvélum óma allan liðlangan daginn um helgar. Þá fyrst er sumarið komið í mínum huga. En þessi tímamót sem sumardagurinn fyrsti markar er alltaf jafn skemmtilegur ár hvert - maður fer til móts við dagana sem eftir koma með bros í hjarta.
Auðvitað er þessi árstími vinsæll hjá skvísunum mínum - þær eru búnar að vera úti að hjóla á nýju hjólunum sínum núna í heila viku og ekkert er eins skemmtilegt en að vera úti að leika sér allt í einu - þær voru farnar að kvarta yfir snjónum í mars og spurðu: "mamma, hvenær fer snjórinn eiginlega?" Þær fengu líka fína sumargjöf frá ömmu sinni sem hitti beint í mark - sumarkjóla, sem auðvitað verður sportað síðar í dag, fyrst í afmælisveislu og síðan í grillveislu!
Set inn hérna smá myndband af þeim systrum að prófa nýju hjólin sín í fyrsta skipti!
![]() |
Vor í lofti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.