Rooooop!

Vorum að koma úr fermingarveislu, og maður náttúrulega búinn að glomma yfir sig af allskonar gúmmulaði - namm namm, alltaf gaman að fara í veislur!

Komum heim í gærmorgun, ósofin og fín, sváfum fram eftir degi og sóttum svo snúllurnar í pössun, síðan var forvitninni hleypt í ferðatöskurnar, Elíza var mest svekkt yfir því að við komum ekki með nýju fötin hennar að sækja hana á leikskólann, en tók fljótt gleði sína á ný eftir að heim var komið.

Til að sýna ykkur hvað heimurinn er rosalega lítill að þegar við vorum nýstigin útúr rútunni frá bílaleigunni fyrir utan terminalið, og vorum að baxa við að ná okkur í kerru, að þá labbar fólk í flasið á okkur, Magga, Madda og Bryndísardóttir (hún og JFK eru systrabörn) og Chris - hún hafði þá verið að lenda með vélinni sem að við vorum að fara í, hún var að koma í heimsókn til hans næstu tvær vikurnar.  En ótrúleg tilviljun að rekast svona á þau útá götu, 5 metrar til eða frá hjá rútunni og við hefðum ekki rekist á þau, 30 sekúndur til eða frá, og við hefðum ekki rekist á þau!!  Svona er heimurinn lítill og uppfullur af óvæntum uppákomum!

Nú er það bara imbagláp og rólegheit framundan, ekki mikið planað um páskana, nema nokkur matarboð eða svo - éta éta éta...namm namm namm...

he he he - viktin er ekki niðurávið þessa dagana!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband