Þriðjudagur, 1. júlí 2008
You go girls!
Styð heilshugar baráttu ljósmæðra fyrir bættum kjörum. Fáránlegt að manneskjur með 6 ára háskólanám á bakinu séu á lægri launum en aðrir ríkisstarfsmenn með 6 ára háskólanám á bakinu. Finnst það vera mikið ábyrgðarhlutverk að bera ábyrgð á mannslífum daginn út og daginn inn - og þá iðulega tveimur eða fleiri á sama tíma. Ættu líf og heilsa nýfæddra barna og mæðra þeirra ekki að vera forgangsmál í þjóðfélaginu ef stuðla á að vexti þjóðarinnar og heilbrigði. Mér finnst það einhvernveginn vera rökréttari stefna. Lögfræðingar ljúka líka 6 ára háskólanámi en eru mun hærra launaðir hjá ríkinu við að verja úrhrök samfélagsins. Er ekki eitthvað að þessari stefnu?
Annars innilega til hamingju með afmælið í gær Anna Sigga frænka - skemmtilegur afmælisdagur eða hitt þó heldur að þurfa að segja upp vinnunni sinni!
Þetta ástand er skandall og ótrúlegt hvað það er búið að vera viðvarandi í mörg ár!
Margar uppsagnir hjá ljósmæðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ég er alveg sammála þetta er skandall og rosalegt að þetta starf er ekki betur borgað eins mikilvægt og það nú er.
Þetta jafnast á við læknanám en þeir eru nottlega með 100% hærri tekjur. Kveðja græjan.
María Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 21:41
Takk fyrir kveðjurnar og stuðninginn. Við munum berjast og vonum að jafnréttið og réttlætið sigri að lokum.
Kveðja,
Anna Sigga.
Anna Sigríður Vernharðsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.