Í skólanum, í skólanum....

Hef verið einstaklega upptekin undanfarið við vinnu mína. Það þarf að líta í mörg horn þegar skólastarfið hefst að nýju eftir sumarfrí. En núna fer smám saman að hægjast um, þar til ég byrja sjálf í mínum skóla um mánaðarmótin - þá verð ég aftur komin á span.

byssaÉg bara varð aðeins að tjá mig um þessa frétt hér að neðan, þar sem þetta er minn framtíðarstarfsvettvangur.  ER EKKI FOKKING VERIÐ AÐ DJÓKA????  Allt dettur þeim nú í hug í henni Ameríku, en vá, ég hélt ekki að þeir væru svona rosalega vitlausir. Byssur í skólastofunni er ekki góð hugmynd.  Ég sé þetta alveg í anda - kennarinn heldur nemendunum í gíslingu með því að miða á ÞÁ byssu - þá er nú eins gott að fara að haga sér og sinna náminu! Og vei þeim nemanda sem er með múður!

Allavegna, finnst þetta vera svona nokkrum skrefum of langt gengið!


mbl.is Kennarar fá að bera byssur í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú sért alvarlega að misskilja þetta. Og þetta er gott dæmi um vitleysu og fordóma sem er ríkjandi í miklu mæli í íslensku þjóðfélagi. Fólki hér finnst ekkert mál að dæma heila þjóð sem vitleysinga, en eru svo oftar en ekki vaðandi í vitleysu og misskilningi, eða hafa engar gáfulegri hugmyndir sjálfir. Það er voðalega auðvelt að segja að einhver sé vitlaus ef þú þarft ekki að setja þig í hans spor og finna út úr hlutunum sjálf. Það er enginn að tala um að kennarar eigi að eða muni miða byssum á nemendur ef þeir hafa ekki lært heima. Það er þó allavega það góða við Bandaríkin að þeir taka hart á því þegar einhver sem almenningur á að geta treyst, eins og kennari eða lögreglumaður, brýtur af sér í starfi. Þeir eru mun sneggri að vísa fólki úr starfi en við. Ég er nú ekki gamall en man þó eftir fleiri en einu dæmi í minni æsku um ofbeldi gagnvart nemanda af hálfu kennara. Þessir kennarar eru enn að kenna í dag. Nú spyr ég þig, þar sem þú talar um þetta sem þinn framtíðar starfsvettvang. Hvernig litist þér á ef þú ættir að fara að kenna í skóla í haust þar sem hefði verið framin skotárás í fyrra? Skotvopn eru alls ekkert óalgeng á Íslandi lengur þrátt fyrir það þau séu ekki lögleg, þannig að það er alls ekkert óhugsandi að svona eigi eftir að gerast á Íslandi einhvern tíman, því miður. Fyrst þér finnst Ameríkanarnir svona ótrúlega vitlausir að láta sér detta þetta í hug þá hlýtur þú að vera með einhverja gáfulegri lausn á málinu. Hvað myndir þú vilja gera ef þú værir kennari í skóla þar sem þú gætir átt von á skotárás frá nemenda?

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 06:34

2 Smámynd: Rosaleg

Auðvitað er ég ekki að misskilja þetta. Mér finnst fáránleikinn í þessari ákvörðun þeirra bara svo mikill að ég varð aðeins að benda á hinn brenglaða vinkil sem gæti komið upp. Auðvitað eru ekki allir bandaríkjamenn vitleysingar en þú verður þó að játa að það eru fullt af þeim þar innan um eins og í svo mörgum öðrum löndum, íslendingar eru alls ekki barnanna bestir í þeim efnum!

Ég veit fyrir mitt leyti að ég gæti aldrei borið byssu og hvað þá verið tilbúin til að beita henni. Eflaust eru einhverjir kennarar sem myndu treysta sér til þess að bera skotvopn en fyrir mitt leyti veit ég að það gæti ég ekki. Ef ástand í skólum verður orðið svo "viðkvæmt" innan fárra ára held ég að ráðið sé að auka öryggisgæsluna við innganga skólans eins og víða er gert í henni Ameríku. Vopnaleitarhlið og vopnaðir öryggisverðir held ég að sé frekar lausnin heldur en að vopna kennarana. Ef ástand í skólum Íslands verður orðið á þessa leið eftir einhver ár, fyndist mér ekki ólíklegt að ég fyndi mér annan starfsvettvang.

Við skulum bara vona að til þessa þurfi aldrei að koma hér á landi.

Rosaleg, 17.8.2008 kl. 08:32

3 Smámynd: Jón Jónsson

Rosale, þú ættir nú að bæta íslenskuna þína. Þú segir: "kennarinn heldur nemendunum í gíslingu með því að miða á þau byssu". Þetta ætti að vera:"kennarinn heldur nemendunum í gíslingu með því að miða á þá byssu".  Þú ert að rugla saman raun- og málkyni. Orðið nemandi er karlkynsorð og því talar maður um þá nemendurna þó svoa að þeir séu bæði strákar og stelpur.

Og hvað málefnið varðar þá ættir þú að bakka frá þessum leiðinlegu fordómum og fara að skoða hið jákvæða í fari ameríkana.

Jón Jónsson, 17.8.2008 kl. 14:56

4 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Ég vil nú taka undir með þér um það að mér finnst þetta fáránleg þróun í grunnskólum í Texas og ég vona að til þess muni ekki koma. Þetta er hinsvegar alveg í takt við hugmyndir margra Bandaríkjamanna um skotvopnaeign og beitingu þeirra. Ég skil ekki að það séu rök að ráðist hafi verið inn í bandaríska skóla því miðað við fjölda þeirra er sennilega líklegra að verða fyrir umferðaóhappi en að deyja í skotbardaga í skóla. Ef ástandið er orðið svona slæmt held ég að Bandaríkjamenn ættu frekar að endurskoða lög um skotvopnaeign og auka öryggisgæslu í skólum. Svo finnst mér nú að þessi Jón hérna á undan ættil að fá sér annað áhugamál en prófarkalestur á bloggi ókunnugs fólks. Ég sé heldur ekki að þó maður hneykslist á einhverju í fari Bandaríkjamanna að maður geti ekki einnig séð það jákvæða í fari þeirra. Baráttukveðjur úr sveitinni.

Kristín Guðbjörg Snæland, 17.8.2008 kl. 21:19

5 Smámynd: Jón Jónsson

Ég biðst forláts Kristín. Má maður ekki benda fólki góðlátlega á það sem betur má fara í málinu? Varðveisla málins er nú bara eitt af mínum áhugamálum og ég sé ekkert dónalegt eða ruddalegt við að benda fólki á málvillur þó svo að maður þekki fólkið ekki.

Hvaða þróun í grunnskólum í Texas ert þú að tala um? Ég hélt að fréttin væri um skóla í einhverjum bæ í Texas!

Jón Jónsson, 17.8.2008 kl. 23:21

6 Smámynd: Rosaleg

Takk fyrir ábendinguna um málvilluna Jón Jónsson - er búin að leiðrétta þessa leiðinlegu villu.

Vil samt ekki viðurkenna að ég sé haldin fordómum í garð bandaríkjamanna þó mér finnist stefna þessa bæjar í Texas fáránleg. Hér á landi eru líka ákveðin mál sem mér finnst stefnan vera fáránleg í. Ég kalla það skoðanir en ekki fordóma. Síðast þegar ég athugaði ríkti enn skoðanafrelsi hér á landi!

Rosaleg, 18.8.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband