Þvílíkur hraði...

...ég hef bæði notað Mozilla og Explorer undanfarið og ég verða að segja að hraðamunurinn á milli þeirra og Chrome er gígantískur - amk. á minni tölvu.

Áfram GOOGLE - keep up the good work!


mbl.is Skilmálum Chrome breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílíkt drasl.

Þetta Chrome er algjört rusl fyrir þá sem vinna með vafra, lélegar stillingar, léleg bókamerki, hef ekki enn fundið Print Preview, RSS og mikið af dóti sem þarf til að auðvelda vinnuna.

Ljótir kassar utan um texta og annað gerir prentun á upplýsingum ljóta og tölvupósturinn minn er ljótur og í hálfgerðu rugli, kallar á innskráningu við hverja aðgerð.

Þessi fer beint út aftur, enda ónothæfur, sennilega voða kúl á Youtube og leikjanet.

 JG

Jón Gunnar (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Einar Steinsson

Rólegur Jón Gunnar þetta er "beta", hann getur breyst mikið áður en hann kemur í endanlegri útgáfu. Firefox var nú ekki merkilegur í fyrstu útgáfunum. Mér finnst naumhyggjan í útliti athyglisverð, hún þýðir að vafrin er ekki að flækjast fyrir vefsíðunni.

Einar Steinsson, 5.9.2008 kl. 19:50

3 Smámynd: Rosaleg

Enda minntist ég ekki orði á neitt annað en hvað vafrinn er miklu hraðvirkari en aðrir vafrar sem ég nota. Við verðum nú að gefa þeim smá svigrúm að lagfæra og fínpússa útlitsskipanir.  Auðvitað virkar ekki allt eins og það á að vera, tölvupósturinn minn kemur ekki upp o.s.frv. - en hér er verið að einblína á hraðann!

Ég hlakka til að sjá þennan vafra í endanlegri útgáfu þegar þeir eru búnir að laga hnökrana! Vona bara að það verði ekki til þess að draga úr hraðanum!

Rosaleg, 6.9.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband