Fimmtudagur, 20. apríl 2006
Gleðilegt sumar
Í dag er sumardagurinn fyrsti og samkvæmt fréttunum fraus saman vetur og sumar - sem þykir boða gott sumar, svo að nú bíð ég spennt! Búin að pússa rykið af sólaráburðinum og eftirsólkreminu, er svona að vona að ég geti lagt brúnkukremið til hliðar á næstunni
Annars er ég orðin dópisti eftir að ég heimsótti lækni í gær. Er búin að vera á leiðinni í ca. 6 mánuði, og hunskaðist svo loksins í gær og er komin á allskonar dóp, verk og vindeyðandi, bólgueyðandi, bjúgeyðandi og blóðþrýstingslækkandi - mér leið eins og hálfgerðu viðundri þegar ég labbaði með stóran innkaupapoka útúr apótekinu og nokkra fjölnota lyfseðla í hinni. Ég er alvarlega farin að halda að ég hafi ekki bara verið móðursjúk og haldin ímyndunarveiki á háu stigi. Held að þetta sé merki um háöldrun, að maður fari til læknis og hann finni eitthvað að manni - er vanari hinum pakkanum. Allavegna, dagur 1 á dópi var í gær - og svei mér þá ef að það virkar ekki barasta!
Og já, og fyrir ykkur sem að ekki vissuð það - ég er víst þessi stressaða týpa - aldrei hefði mig grunað það - en ykkur?
Athugasemdir
Gleðilegt sumar.. ég held þú getir nú alveg beðið með sólaráburðinn og svona í allavega mánuð í viðbót hehe.....hey ég á líka fullt af dópi við getum kallað okkur drugsister!!!
Auja Guð, 21.4.2006 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.