Gleðilegt sumar

Í dag er sumardagurinn fyrsti og samkvæmt fréttunum fraus saman vetur og sumar - sem þykir boða gott sumar, svo að nú bíð ég spennt! Svalur  Búin að pússa rykið af sólaráburðinum og eftirsólkreminu, er svona að vona að ég geti lagt brúnkukremið til hliðar á næstunni Glottandi

Annars er ég orðin dópisti eftir að ég heimsótti lækni í gær.  Er búin að vera á leiðinni í ca. 6 mánuði, og hunskaðist svo loksins í gær og er komin á allskonar dóp, verk og vindeyðandi, bólgueyðandi, bjúgeyðandi og blóðþrýstingslækkandi - mér leið eins og hálfgerðu viðundri þegar ég labbaði með stóran innkaupapoka útúr apótekinu og nokkra fjölnota lyfseðla í hinni.  Ég er alvarlega farin að halda að ég hafi ekki bara verið móðursjúk og haldin ímyndunarveiki á háu stigi.  Held að þetta sé merki um háöldrun, að maður fari til læknis og hann finni eitthvað að manni - er vanari hinum pakkanum.  Allavegna, dagur 1 á dópi var í gær - og svei mér þá ef að það virkar ekki barasta!

Og já, og fyrir ykkur sem að ekki vissuð það - ég er víst þessi stressaða týpa Öskrandi - aldrei hefði mig grunað það - en ykkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auja Guð

Gleðilegt sumar.. ég held þú getir nú alveg beðið með sólaráburðinn og svona í allavega mánuð í viðbót hehe.....hey ég á líka fullt af dópi við getum kallað okkur drugsister!!!

Auja Guð, 21.4.2006 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband