Laugardagur, 22. apríl 2006
Ullabjakk...
...á þvottahúsgólfinu í morgun, að hætti Anítu Ýrr! Ég er enn að jafna mig og þjáist af syfju.
Verð að finna einhverja lausn á að byrgja gluggana hjá stelpunum, núna var það Elíza sem að vaknaði 6 í morgun og heimtaði að það væri kominn dagur, Aníta svaf sem betur fer alveg til 7! Hvort ætli sé meira white-trashlegt - álpappír í gluggum, svartir plastpokar eða dagblöð? Á virkum dögum þarf ég að vekja þær, en um helgar og á frídögum að þá keppast þær við að setja met í því hvor getur mögulega vaknað fyrr!
Kallinn er að fara í eitthverja strákaferð og verður yfir nótt, svo að við verðum bara heima mæðgurnar, ekkert nýtt svo sem á þessum bæ.
Er hægt að deyja úr leiðindum? Hef verið að velta því fyrir mér!
Athugasemdir
ég er handviss um að það er hægt að deyja úr leiðindum, ráð við því er skammstafað DRÉR.......gettu nú fyrir hvað það stendur!!!!
Auja Guð, 24.4.2006 kl. 19:47
HÆhæ - ég kannast svo sannarlega við árrisula morgunhana þessa dagana - mér finnst að þreyttar húsmæður eigi að fá þykkar gardínur sendar frá ..hm einhverjum, hverjum sem er, jólasveininum mín vegna. Kveðja Bjarney
bjarney (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.