Ullabjakk...

...á þvottahúsgólfinu í morgun, að hætti Anítu Ýrr! Öskrandi  Ég er enn að jafna mig og þjáist af syfju. 

Verð að finna einhverja lausn á að byrgja gluggana hjá stelpunum, núna var það Elíza sem að vaknaði 6 í morgun og heimtaði að það væri kominn dagur, Aníta svaf sem betur fer alveg til 7!  Hvort ætli sé meira white-trashlegt - álpappír í gluggum, svartir plastpokar eða dagblöð?  Á virkum dögum þarf ég að vekja þær, en um helgar og á frídögum að þá keppast þær við að setja met í því hvor getur mögulega vaknað fyrr!   Óákveðinn

Kallinn er að fara í eitthverja strákaferð og verður yfir nótt, svo að við verðum bara heima mæðgurnar, ekkert nýtt svo sem á þessum bæ. 

Er hægt að deyja úr leiðindum?  Hef verið að velta því fyrir mér!  Saklaus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auja Guð

ég er handviss um að það er hægt að deyja úr leiðindum, ráð við því er skammstafað DRÉR.......gettu nú fyrir hvað það stendur!!!!

Auja Guð, 24.4.2006 kl. 19:47

2 identicon

HÆhæ - ég kannast svo sannarlega við árrisula morgunhana þessa dagana - mér finnst að þreyttar húsmæður eigi að fá þykkar gardínur sendar frá ..hm einhverjum, hverjum sem er, jólasveininum mín vegna. Kveðja Bjarney

bjarney (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband