Miðvikudagur, 26. apríl 2006
Rör
Alltaf ég jafndugleg að koma með fréttir - hömm hömm, komin fram í miðja viku og ekki farið að heyrast múkk í manni. En hvað um það - svo sem ekki mikið búið að gerast síðan síðast.
Farið í eitt matarboð, sofið hjá mömmu eina nótt, Smáralindin könnuð, 1x sýning í Laugardagshöll, 1x barnaafmæli, farið í vinnunna í 2 daga, farið með Anítu til læknis, sníkt síðdegiskaffi hjá Karen, passað 1 stk aukabarn í nokkra tíma, sett í þvottavélar og uppþvottavélar, Aníta 1 stk röra og nefkirtlatökuaðgerð og svo náttúrulega sinnt grunnþörfum fjölskyldumeðlima þess á milli. Er að fara á eftir í klippingu og strípur á eftir og hlakka gífurlega til, er orðin frekar loðin um kollinn enda ekki farið síðan í lok janúar!
Framundan eru síðan (vonandi) góðir tímar framundan með blóm í haga. Skulum vona að þessum veikindum hennar Anítu sé lokið í bili og að við taki góður kafli. Hún á að vera farin að heyra betur og líða betur, og andað betur þar sem að nefkirtlarnir voru víst gígantískir. Annars ekkert planað á næstunni - bara rólegheit og næsheit. Jón Fannar er á landinu þessa dagana, en vinnur myrkranna á milli svo að hann sést ekki mikið.
Amælisbarn gærdagsins var hún Anna Karlsdóttir og óskum við henni til hamingju með það.
Og já, það eru nokkrar nýjar myndir í snúllualbúminu!
Athugasemdir
Takk takk, en ég bakaði köku sem þið fenguð ekkert af enda komuð þið ekki í kaffi.
Kveðja Anna gamla :)
Anna Karlsdóttir Taylor (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.