ESB aðildarviðræður Íslendinga

Já takk - mikið agalega varð ég nú glöð þegar Alþingi samþykkti þetta í gær. Er ekki frá því að í brjósti mér slái lítið Evrópuhjarta.

hesturmedlepp.pngEftir að hafa búið í Evrópusambandsríki í nokkur ár og kynnst kostum þess að kaupa matvöru á viðunandi verði, borga af lánum á viðunandi kjörum (já, ótrúlegt en satt, lánið lækkaði við hverja afborgun!) og svo fram eftir götunum get ég ekki verið annað en sátt að Íslendingar sem þjóð ætli loksins að stíga útfyrir þröngsýnismúrinn sinn og skoða hvernig aðrir höndla hlutina!

Ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum á sínum tíma þegar ég komst að því að Ísland er ekki best í heimi - því hafði verið innprentað í uppeldinu heima fyrir og af skólum, landi og þjóð en reyndist svo vera opinber heilaþvottur. Eftir að hafa búið í 300000 manna borgarhluta í stórborg erlendis finnst mér óneitanlega margir Íslendingar vera haldnir svolitlu mikilmennskubrjálæði! Góð samlíking finnst mér að Íslendingar eru soldið eins og hestar með svokallaða"hliðarleppa" - sjá bara beint fram en ekki til hliðanna!

Vona innilega að þessar aðildarviðræður verði farsælar svo Íslendingar framtíðarinnar geti búið við stöðugra hagkerfi og sæmileg lífskjör!
mbl.is Erfiðar viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband