Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Best að fara að elda kvöldmatinn...

raudursokkurÞegar við hjónin fórum í búðina í gær sagði elskulegur eiginmaður minn við mig: "Vá, það eru alveg 3-4 mánuðir síðan ég hef komið inn í matvörubúð!"

Þarf ég að segja eitthvað meira um verkaskiptinguna á heimilinu? Hann reyndar á sína góðu spretti þessi elska, sér alfarið um skúringahliðina og straujerí. Ég man þá tíð þegar við vorum ný byrjuð að búa og unnum öll húsverk, þvotta, matargerð og innkaup í sameiningu. Sú var tíðin! - hef ég mildast svona mikið í feminískum viðhorfum mínum í gegnum árin eða er þetta eitthvað náttúrulögmál sem gerist í kjölfar barneigna?  Það mætti eflaust skrifa heljarinnar ritgerð og rannsaka þetta mál betur.

Hvað varð um rauðsokkuna í mér?


mbl.is Konur vinna enn flest húsverkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir úr Halló-Vín partýi

Jæja, loksins eru komnar nokkrar myndir úr partýinu víðfræga - nágrannarnir í hverfinu eru að jafna sig - flugeldasýningin fór víst ekki vel í þá! hömm hömm

Smellið hér til að sjá myndir eða til hliðar


Tannálfurinn kemur...

toothfairyKlukkan 19:58 á staðartíma gerðist merkisatburður á heimilinu er frumburður okkar missti sína fyrstu tönn.  Þetta hafði reyndar staðið fyrir dyrum í rúman hálfan mánuð en í dag var ekki aftur snúið, tönnin skyldi úr í kvöld því hún hékk orðið á bláþræði.  Það er stolt lítil stúlka sem labbar um húsið núna, með tönnina í glærum plastpoka og kíkir regluleg í spegilinn til að skoða gatið! Hún bíður spennt eftir því að fara að sofa og hefur tilkynnt það hástöfum að tannálfurinn komi og taki tönnina og skilji eftir hvorki meira né minna en 1000 krónur. Ég man þá tíð þegar tannálfurinn kom barasta ekkert í heimsókn eða þegar hann kom, þá skipti hann út tönnum fyrir klink! Bæklingurinn frá Toys R' Us kom inn um lúguna í dag og þær systur eru mikið búnar að skoða hann.  Daman er þegar búin að eyrnamerkja peningunum sem hún fær frá tannálfinum u.þ.b. helmingnum af dótinu sem þar er sýnt.  Helst langar hana í stóra "meik-up-tösku" sem þar má sjá.  Við höfum reynt að sannfæra hana um að tannálfurinn sé nú ekki svo gjafmildur fyrir eina litla tönn, en okkur er ekki trúað! Það er eins gott að þetta verði gjafmildur tannálfur sem kíkir í heimsókn í nótt!


Morgunbænin

Kæri Guð

Það sem af er degi hefur mér gengið vel
Ég hef ekki slúðrað, misst stjórn á skapi mínu né verið gráðug,
fúl, illgjörn, sjálflæg eða sjálfselsk.  
Ég hef ekki vælt, kvartað, blótað né borðað súkkulaði. 
Ég hef ekkert notað Vísa kortið mitt í dag.

Á næstu mínútum mun ég fara framúr rúminu, og
ég held að ég þurfi á hjálp þinni að halda þá.

þín að eilífu

Amen

http://www.myheritage.com/collage

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband