Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Fimmtudagur, 10. júlí 2008
Frjó!
Og þá er ég ekki að tala um sjálfa mig heldur þann ógrynni af frjókornum sem svífa um í loftinu. Frjómagn hefur aldrei mælst meira og samkvæmt fréttinni er samt aðal frjótímabilið eftir. Eða eins og segir þar: "Framundan er aðalfrjótími grasa á Íslandi en hámarkið kemur jafnan í síðari hluta júlí eða í byrjun ágústmánaðar. "
Það er því ekki að ástæðulausu að við fjölskyldan flýjum land á akkúrat þessum árstíma!
![]() |
Frjómagn aldrei jafn mikið í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Ljúft að vera í sumarfríi.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
You go girls!
Styð heilshugar baráttu ljósmæðra fyrir bættum kjörum. Fáránlegt að manneskjur með 6 ára háskólanám á bakinu séu á lægri launum en aðrir ríkisstarfsmenn með 6 ára háskólanám á bakinu. Finnst það vera mikið ábyrgðarhlutverk að bera ábyrgð á mannslífum daginn út og daginn inn - og þá iðulega tveimur eða fleiri á sama tíma. Ættu líf og heilsa nýfæddra barna og mæðra þeirra ekki að vera forgangsmál í þjóðfélaginu ef stuðla á að vexti þjóðarinnar og heilbrigði. Mér finnst það einhvernveginn vera rökréttari stefna. Lögfræðingar ljúka líka 6 ára háskólanámi en eru mun hærra launaðir hjá ríkinu við að verja úrhrök samfélagsins. Er ekki eitthvað að þessari stefnu?
Annars innilega til hamingju með afmælið í gær Anna Sigga frænka - skemmtilegur afmælisdagur eða hitt þó heldur að þurfa að segja upp vinnunni sinni!
Þetta ástand er skandall og ótrúlegt hvað það er búið að vera viðvarandi í mörg ár!
![]() |
Margar uppsagnir hjá ljósmæðrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Scratch scratch...
Guð hvað ég er sammála, 2. - 3. daga skegg er bara hot - fær mann til að kikna í hnjáliðunum
Verst hvað ég er með mikið ofnæmi fyrir skeggbroddaklóri svo að þeir eru eiginlega ekki hentugir fyrir mig...........múhahahahahaha
Alskegg og hormottur finnast mér vera agalega fráhrindandi
Pitt og Clooney eru því klárlega málið ásamt JFK
Annars á ég 35 ára skírnarafmæli í dag ásamt því að vera fyrsti dagur í sumarfríi hjá mér - þarf maður meiri afsökun til að gera sér dagamun? Held ekki! Verst að sólin hefur frétt af því að ég væri komin í sumarfrí og ákveðið að flýja af hólmi eftir að hafa verið daglegur gestur á pallinum hjá mér undanfarnar tvær vikur á meðan maður stritaði fyrir lífsins brauði. Týpískt! Klárlega lögmál Murphys hér á ferðinni!
![]() |
Skeggbroddar leiðin til að vinna hjarta konunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)