Færsluflokkur: Bloggar

Nýja Ísland

Já já - ég vísa nú bara í færsluna hér á undan- ríkisstjórnin í Manitoba virðist vera að gera meira fyrir Íslendinga heldur en íslenska ríkisstjórnin.


mbl.is Tímabundin atvinnuleyfi í Manitoba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirheitna landið...

Nýja Ísland í Manitoba...jæja - eru þá ekki bara allir á leiðinni úr landi?  Flytjast búferlum til vesturheims til Nýja-Íslands? Ekki finnst mér ástandið hér á Fróni vera félegt í nánustu framtíð!

Ætli þetta sé fyrsti hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda - þ.e. að flytja atvinnulausa Íslendinga úr landi?

Upplýsingar um Gimli í Manitoba

Vefmyndavél sem sýnir útsýni yfir Winnipeg vatn frá höfninni í Gimli


mbl.is Samkomulag um atvinnumöguleika í Manitoba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

128 og hálfs!

Ja há - þessi gamla kona er naumast orðin fullorðin - og sýnist mér bara nokkuð hress af myndinni að dæma!

Langlífisgen - já, það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast. Sjálfsagt verður hægt að fá pissupróf í apótekinu innan fárra ára til að athuga hvort maður beri þetta gen í sér Wink

http://news.bbc.co.uk/2/hi/asia-pacific/7857591.stm


mbl.is Langlífisgenið fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kókosbolluát...

kókosbollur...einu sinni fannst mér kókosbollur MJÖG góðar. (finnst það nú enn sko) Þetta var á þeim tímum sem að það fékkst svokallað "kókosbollukrem" í stórum boxum út í búð. Þetta gat ég gúffað í mig með skeið uppúr boxinu. (hef lært að hemja mig núorðið í kókosbolluátinu, ekki hinu átinu samt hehehe)  Hef hlotið ómælda stríðni í gegnum árin frá ættingjum síðan út af þessu kókosbollukremsáti mínu. (ég vil taka það fram að ég var 12 ára þegar þetta átti sér stað!)

Það er greinilegt að þessir innbrotsþjófar hafa verið tæknisinnaðir sælkerar! Grin


mbl.is Þrír handteknir með kókosbollur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhverfa

Ég er alveg viss um það að við þekkjum öll einhvern sem myndi greinast á einhverfurófinu einhversstaðar - ég gæti strax farið að nefna nöfn Wink

En hvaða úrræði er fyrir fólk sem orðið er fullorðið og er greinilega á einhverfurófinu?

Mér finnst alveg vanta upplýsingar um hvernig fólk ber sig að!


mbl.is Einhverf börn greinast loks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með Bubbles?

Mér finnst einmitt alveg agalega gott að slaka á við tölvuna og spila Tetris eða Bubbles...veit ekki hvað gerist, en næ fram slökun - þetta er kannski fyrirbæri sem vert er að skoða frekar í sambandi við heilarannsóknir! LoL
mbl.is Tetris sagður draga úr áhrifum áfallastreitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár og svo fram eftir götunum! :o)

Langaði bara að óska ykkur öllum gleðilegs árs og þakka fyrir þau gömlu og góðu sem við höfum átt saman í gegnum tíðina.

Hér á heimilinu hafa jólin og áramótin verið umvafin veikindum, allt heimilisfólkið búið að liggja yfir hátíðarnar og ég ligg enn. Já það er ekkert grín að slá niður og enda með lungnabólgu. Sick En allir eru að hressast og ég vænti þess að verða orðin rólfær innan fárra daga.

Nú þar sem þessi jól voru af rólegri gerðinni að þá var þeim mest varið í að horfa á imbann og að púsla Wasgij? púsluspili. Er búin að spila óteljandi Bubbles leiki og sofa út í eitt. Held svei mér þá að ég hafi aldrei tekið því svona rólega um ein jól. En jæja, maður hefur bara gott af því! Whistling

Nú fer í hönd sá tími að bíða eftir að einkunnir skili sér frá kennurum og er ekki laust við að ég sé orðin hálf pirruð á sumum kennurum sem ekki hafa einu sinni skilað svo mikið sem einni einkunn fyrir verkefni sem unnin voru á önninni. Er búin að fá út úr því prófi sem ég fór í síðast af öllu og öllum verkefnum í þeim kúrs og er barasta mjög sátt, enda er ekki annað hægt Wink

Er nú búin að skipta við vinkonu mína á Wasgij? pússluspili svo að ég er komin með ferska þraut í hendurnar - mér ætti þá ekki að leiðast á næstunni. Þarf samt eiginlega að fara að hressast þar sem vinna hefst eftir helgi - og ég á margt eftir ógert á næstunni. Blessunarlega byrjar skólinn ekki fyrr en undir miðjan janúar Grin

Vona að árið 2009 verði okkur öllum gott og heilladrjúgt ár!


Hó hó hó...

Jæja, þá er maður skriðinn upp úr námsbókarfjallinu og verkefnasúpunni og farinn að geta tekist á við þjóðfélagið aftur. Svo þurfti ég náttúrulega að leggjast í pest strax eftir að síðasta prófinu lauk svo að allt er í raun viku seinna á ferð en ég ætlaði mér, en hvað um það!

Litla draumasnúllan! Fædd 19.12.08Ég eignaðist nýja litla frænku í gær, og hún er barasta algjör draumur í dós. Ég var svo heppin að fá að vera viðstödd fæðinguna og verða vitni af þessu kraftaverki. Draumafæðing á draumabarni er ekki annað hægt að segja. Það er ekki laust við að það sé komin upp einhver hæna í mér, klukk klukk klukk! Allavegna er vel farið að klingja og ég hefði vel getað hugsað mér að taka hana bara með mér heim! Wink  Hún er alveg agnarsmá, 13 merkur og 49 cm - og algjör rúsína.

Jólaundirbúningur er á fullu á þessu heimili og er ég u.þ.b. á leiðinni að skella mér í stórbakstur eftir smá stund. Svo þarf að setja upp aðeins meira jólaskraut og ekki má gleyma jólaeldhúsgardínunum sem enn hafa ekki ratað upp!

Ég verð þó að lýsa yfir hneykslan minni á neðangreindri frétt. Finnst fáránlegt að kennarar geti ekki átt sitt einkalíf í friði. Hvernig ætla þeir annars að fylgja þessu eftir? Verður einhverjum eftirlitsbúnaði plantað á hvern kennara sem nemur hvort að hegðun hans er ósæmileg eða ekki. Sendir svo skilaboð í miðlægan gagnagrunn ef að viðkomandi svo lítið sem ropar, prumpar eða fær sér rauðvínsglas! Ég er hrædd um að ég yrði að breyta um starfsvettvang ef svo verður raunin, og er ekki nógur skortur á kennurum fyrir? Ég hlaut nýverið kosningu meðal samstarfsfólks sem mesti djammarinn - veit ekki hvernig ég á að taka þeim titli, hvort að það sé af því að ég fer reglulega út á meðal fólks að skemmta mér eða eitthvað annað! hmmmmm  Ég hef nú verið sökuð um það hingað til að vera lélegur djammari af vinum mínum hehehe - svo að ef ég er mesti djammarinn að þá er þetta ekki mikið vandamál í mínum skóla Tounge


mbl.is Kennarar séu fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lús!

OJ-barasta, ég þarf ekki annað en að lesa fréttina til að fá hroll. Vonandi finnst einhver viðhlítandi lausn á þessu máli - það verður alveg ótækt ef öll sjampó hætta að virka!

Já og ég er sjaldséður hvítur hrafn hér inni núna, brjálað að gera á öllum vígstöðvum og maður nýtir sér því bara örbloggin á Facebook á meðan!


mbl.is Lúsin er að verða ónæm fyrir lyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Demit...

...og ég fann ekki neitt - greinilegt að húsið okkar er steinsteypuklumpur - hér haggaðist ekki neitt!
mbl.is Snarpur skjálfti við Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband