Færsluflokkur: Dægurmál
Miðvikudagur, 6. september 2006
Perlur dagsins...
...Rósa, hlaupandi á bílastæði Kringlunnar með innkaupakerru, hring eftir hring, missteig sig illa og nærri lent undir bíl - allt útaf einum árásargjörnum rauðhærðum geitung sem að ætlaði hreinlega að éta okkur með vígtönnunum!!
...Rósa, gleymandi úlpunni sinni á leikskóla og annað generalt vesen sem að orsakaði að við komum 10 mín of seint í fyrsta balletttímann!!
- missið ekki af þætti næstu viku - kennsla í því hvernig hægt er að kreista graftarkýli á 90km hraða á Reykjanesbraut!!
Uppeldishornið: Stórar stelpur eiga ekki að pissa í buxurnar, sérstaklega ekki á hverjum degi!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. ágúst 2006
Myndir
Flottar myndir af Anitu að mála á heimasíðu leikskólans - til að skýra sumar myndirnar að þá er starfar leikskólinn eftir Reggio Emilio stefnunni og eitt af því sem að gert er, er að leyfa börnunum að kanna hluti, m.a. málningu með öllum líkamanum - þeim er síðan bara þvegið. Börn sem að fá að sullast svona í efniviðnum kynnast víst efninu mun betur og geta fyrr nýtt sér hann til að mála myndir með og svoleiðis. Bara gaman að þessu
Aðrar myndir er ég nú ekki með í bili, þó að vonandi finn ég hjá mér nenn á næstunni að koma einhveru inn af myndum sumarsins á síðuna! Aldrei að vita hvað gerist á næstunni...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. ágúst 2006
Uppreisn æru!!!

![]() |
Árni uppfyllir skilyrði fyrir uppreist æru samkvæmt dómsmálaráðuneytinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. ágúst 2006
Rólegheit
Er heima bara í dag að dúlla mér. Börnin fóru uppí bústað með afa og ömmu og erum við hjónakornin bara ein heima þessa helgina. Stefnt var á það að sofa út, en nei nei, mín náttúrulega virðist vera komin í rútínuna aftur og glaðvöknuð klukkan 7. Á slaginu sko! Ég eyddi morgninum í það að læra og er búin að skila mínum fyrstu verkefnum í náminu - undan áætlun, sem að er nú hálfgert met því að ég vinn alltaf fram að deadline! Sé fram á að þetta verði strembin önn, mikið um skilaverkefni í hverri viku - púff púff, hvenær ætlar mín eiginlega að finna tíma til þess. Held að ég verði að fjárfesta mér í lýsi eða ginseng svo að ég fái meiri orku, og nái að vaka fram yfir 9 á kvöldin.
Í kvöld erum við svo með starfsmannapartý fyrir vinnuna mína, er svona að dúlla mér í að taka til og ganga frá þvotti, alveg merkilegt hvað það getur hlaðist upp af þvotti á einni viku!
Uppeldishornið: Það er alveg stranglega harðbannað að kúka í baðið!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24. ágúst 2006
Góður þessi!!
Þessir eru ekkert smá góðir maður hehehe. Skóhorn, hvernig datt þeim það í hug eiginlega?? Spurning hvort að þeir prófi næst að nota hrútshorn, rétt horn eða götuhorn!! Svo má alltaf nota visa kort og þess háttar!!
![]() |
Reyndu að grafa sig til ESB-landa með skóhornum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. ágúst 2006
Getnaðarvarnir
Getnaðarvarnir fyrir kengúrur!! Hvernig væri nú að finna einhverja skohelda fyrir mannfólkið fyrst? hehehe
Nú fyrst að það er verið að finna upp getnaðarvarnir fyrir dýr, er ekki hægt að finna upp eitthvað fyrir máfa? Eða býflugur og köngulær? Fullt af dýrum sem að ég væri frekar til að fækka, þetta með kengúruvandamálið í Ástralíu snertir mig nú lítið þar sem það er hinum megin á hnettinum, en nokkur dýr hér sem að bögga mig og fleiri hehehe
![]() |
Getnaðarvarnalyf þróað fyrir kengúrur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. ágúst 2006
púff....
....gufaði hreinlega upp!!
Það mætti halda að það hafi gerst við að ganga í hnapphelduna, en einhvernveginn hafa málin æxlast þannig að sumarfríið náði líka yfir tölvunotkun, maður hefur varla komið við gripinn nema bara rétt til að lesa moggann og svona.
Erum búin að eyða einni viku uppí bústað, nokkrum dögum í vinnu, síðan tveimur vikum í sólinni á Tenerife og svo settumst við hjónin (bæði) á skólabekk og erum komin í fjarnám í HR. Núna tekur síðan alvaran við, fyrsti vinnudagurinn liðinn, skólasetning á morgun og svo er allt komið í full swing fram á næsta vor.
Kannski maður skelli inn færslum regluleg á næstunni, aldrei að vita nema eitthvað fréttnæmt gerist!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. júlí 2006
Meira brúðkaup
Jæja, er búin að fá nokkrar fleiri myndir úr brúðkaupinu fyrir ykkur til að skoða, er búin að bæta nokkrum þeirra inní nýtt myndaalbúm sem að heitir brúðkaup. Útbjó líka nýtt myndband sem að má nálgast með því að smella á linkinn hérna fyrir neðan - voða gaman!!

Brudkaup - fleiri myndir
Annars er svosem ekkert að frétta héðan, erum bara að sleikja sólina við systur, förum í sveitina í viku á morgun - verðum í Hallskoti í Fljótshlíð ef að einhver á leið framhjá!! Jæja, þetta gengur ekki lengur - sólin bíður eftir mér........jibbííííí
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)