Matur og meiri matur...

úff, gengur heldur illa í aðhaldinu þessa dagana - ég er bara sísvöng þessa dagana.  Og öll rútína fokin útí veður og vind! 0  En maður verður að fara að taka sig örlítið á, ég veit það alveg, gengur bara illa að komast aftur í gírinn, er alltof góð við sjálfa mig!

En hvað um það, Róm var ekki sigruð á einum degi!

Annars mest lítið að frétta af okkur þessa dagana - lífið gengur einhvernveginn sinn vanagang bara - bóndinn kominn í hlýjuna í San Fran á meðan við norpum hérna í kuldanum og norðangarranum.  Hvenær ætlar eiginlega að hlýna á þessu skeri hérna eiginlega - núna sakna ég eiginlega að vera úti í góða veðrinu í London, þó að það hafi sýnar slæmu hliðar hvað skordýraflóru varðar.  En það er allavegna hlýtt inni, og húsið heldur bæði vatni og vindi.

jæja, nenni ekki að blaðra meira um ekki neitt hehehe 0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

He he þú ættir þá að vera hérna fyrir norðan í hríðinni og frostinu (ca 120 cm jafnfallinn), eða á fjöllum þar sem allt er á kafi

Siggi Már (IP-tala skráð) 31.3.2006 kl. 01:13

2 identicon

Úff, ekki tala um það einu sinni - held samt að ég vildi heldur hafa snjó og kulda heldur en bara kulda. Maður kemst einhvernveginn betur í vetrarfíling ef að það er snjór - ekki bara ískuldi þegar það virðist vera sumarblíða útum gluggann!

Rosaleg (IP-tala skráð) 31.3.2006 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband