Bloggpása...

...eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir að þá hefur ekki mikið verið bloggað hér á bæ að undanförnu.  Fólkið er einfaldlega búið að vera upptekið við aðra hluti í frítímum sínum.  Við fundum loksins húsgögn sem að okkur leist vel á og fjárfestum við okkur í svoleiðis um daginn.  Eins er búið að vera að dytta að ýmsu smálegu í húsinu, vinna, sofa, fara í heimsóknir og fleira smálegt þannig að tölvan er eiginlega bara búin að vera vanrækt.  Svo er ég líka búin að vera upptekin við að prjóna síðustu vikur - svo að þau 30.8% ykkar sem að svöruðu því í könnuninni að ég myndi taka fram prjónana, hafið haft rétt fyrirpaskaungar ykkur. 

Gerðum okkur dagamun síðastliðinn miðvikudag, borðuðum á Reykjavík Pizza Company, namm namm, voða góðar eldbakaðar pizzur þar, mæli alveg með því.  Síðan skelltum við okkur yfir í Möguleikhúsið við Hlemm, þar sem við sáum Epli og Eikur, með Hugleik.  Alveg þrusugóð sýning og gaman að henni.  Á eftir buðu Nína og Keith okkur heim til sín í rauðvín og osta og dvaldist okkur þar dágóða stund.  Röltum síðan upp á hótel í rólegheitum, fyrst að maður var að gera sér dagamun, þá um að gera að gera það með stæl! Joyful

Erum búin að fara í 3 fermingarveislur að undanförnu og auðvitað var borðað á sig gat í þeim öllum.  Í gær fengum við okkur langan* bíltúr í tilefni dagsins, á Flúðir, græddum bæði kaffi og með því og svo grillveislu um kvöldið áður en brunað var heim aftur.  Það má segja að öll plön um kílóafækkun séu á hillunni þessa dagana.  Á von á því að þurfa að leggjast undir skurðarhnífinn einhverntímann á næstu vikum til að láta laga gamalt/nýtt mein og þá í kjölfarið, vonandi, minnkar eitthvað spekið......hehehe

Komment dagsins í gær átti ég sjálf þegar við vorum á rúntinum.  Búin að keyra í gegnum bæinn og Mosó og vorum komin á Þingvöll, og þar var líka flaggað í hálfa stöng eins og svo víða, svo að uppúr mér kemur; hver ætli hafi eiginlega dáið, það er barasta alls staðar flaggað í hálfa, meira að segja á Þingvöllum.*  hahaha Blush  

*(ég vil taka það fram fyrir þá sem að ekki fatta, það var föstudagurinn langi!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband