Sund

swimVoðalega er nú alltaf jafn hressandi að skreppa í sund!  Við fjölskyldan skelltum okkur í löngu overdue sundferð áðan, stelpurnar eru bara búnar að vera að suða um að fara í sund í nokkrar vikur, en einhvernveginn, þegar veðrið er vott, kalt og grátt, finnur maður sér einhverjar ástæður til að fara ekki.  En loksins þegar maður er kominn á staðinn að þá er það alltaf jafn gaman og hressandi.  Og þó að það hafi verið sól úti, þá var samt ísssssskalt, brrrr.  En er búin að heita mér því að vera nú dugleg að fara með stelpurnar í sund, við höfum bara allar gott af því. 

Annars mest lítið í fréttum, stóð fyrir stofnun starfsmannafélags í vinnunni í dag, svo að öll mál þar eru að komast í fastar skorður.  Get ekki annað sagt en að ég sé farin að hlakka til sumarsins, alveg kominn tími á langt langt frí, geisp, langtímaþreytan eitthvað farin að segja til sín.  Hef loksins stigið stórt skref fyrir mig og pantað mér viðtal hjá námsráðgjafa í næstu viku, hugurinn stefnir á eitthvað frekara nám á næstunni, aldrei að vita hvaða vitleysu mér dettur í hug að fara að stúdera. W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband