Miðvikudagur, 21. júní 2006
Sumarið komið?
Jæja skyldi sumarið loksins vera komið til okkar?
Mikið innilega vona ég að svo sé. Ég fæ alltaf svo skrýtinn fiðring þegar veðrið er svona gott. Mig langar að virkilega að gleypa allan heiminn á nokkrum andartökum. Fara í sund, hjólreiðatúr og gönguferð, grilla og sleikja sólkskinið, slá blettinn og fara í útilegu. En sjaldnast verður mér nokkuð úr verki, í dag var ég t.d. að vinna til 4 og þá var megnið af deginum búinn, börnin þreytt, sláttuvélin biluð og grillið gaslaust. Endaði á rúntinum með stelpurnar, borðuðum kvöldmatinn í skrúðgarðinum og þær sofnuðu síðan í bílnum, svo að nú situr maður bara heima og horfir á fallegu kvöldsólina án þess að komast lönd né strönd! Það er líka allt í lagi, mér líður voðalegalega vel uppí sófa bara með teppi, kókglas og fartölvuna. Vantar bara kallinn, en hann er, sem fyrr, í vinnunni í útlandinu. Hann er bara búinn að fljúga rúmlega 50 sinnum síðan í ágúst í fyrra, held að meðalmanneskja fljúgi kannski svona oft um ævina!
Við mæðgur ætlum að skella okkur til höfuðborgarinnar á morgun, þar eigum við erindi á nokkra staði, þurfum að fara í Garðheima, og svo var ég búin að lofa einhverjum að setja okkur á brúðargjafalista einhversstaðar, svo að ég þarf að stússast í því. Er reyndar búin að skrá okkur hjá Kokku á Laugarveginum, þeir bjóða uppá svo assgoti góða þjónustu, maður getur græjað allt yfir netið, sem að hentar svona sveitafólki eins og okkur. Allavegna listinn okkar á www.kokka.is ætti að birtast þar á næstu dögum. Held líka að við verðum með einn í Tékkkristal í Kringlunni. Verð að vinna í honum næstu daga, læt vita þegar það er orðið klappað og klárt!
Af húsbyggingarmálum er það helst að frétta að þetta mjakast. Allir veggir komnir upp núna og verið að leggja lokahönd á múrverkið. Þá á bara eftir að sparsla, mála, draga í rafmagn og tengja ljós, setja upp innréttingar, hurðir og fataskápa, pípulagnast með kló, bað og vaska, flísaleggja og parketleggja og þá, en ekki fyrr, flytjum við inn - það verður fyrir mánaðarmót, tökum ekki fram hvaða mánaðarmót það verða!!!! Þetta hefst allt saman smám saman!
Athugasemdir
Það var kominn tími á þessa gjafalista, var farin að örvænta ;) TJ er ekki ennþá búinn að ákveða hvort hann komi eður ei, ég kemst ekki :(
Elsa Þóra (IP-tala skráð) 22.6.2006 kl. 07:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.