Annir

Já, það er alveg merkilegt hvað maður getur alltaf hreint verið upptekinn.  Síðan að skólinn byrjaði, eru allt í einu of fáir tímar í sólarhringnum, til að koma öllu því í verk sem að þarf að gera.  Annars hef ég góða tilfinningu fyrir skólanum og held að ég eigi alveg eftir að plumma mig þar - svo framarlega sem maður nær að halda í við hraða yfirferð á námsefninu.  Er alveg búin að komast að því að háskólanám gerir ekki ráð fyrir því að þú eigir líka heimili, börn og félagslíf sem þarf að sinna, og öll þessi atriði hafa fengið að sitja á hakanum undanfarið. 

Þannig að þeir vinir mínir sem að finnst þeir eitthvað afskiptir þessa dagana, örvæntið ekki, ég kem aftur til byggða eftir tæp 3ár.  hehehe   Vonum að þetta eigi eitthvað eftir að lagast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband