Fimmtudagur, 28. september 2006
Þessi tími ársins...
...það er einmitt á þessum tíma ársins að laufin falla af trjánum, lúsin kemur upp í skólunum og kvefpestir herja á alla. Ég er einmitt búin að næla mér í eina slíka núna, hnerra, snýti mér, hósta og svitna á milli þess sem að ég skelf úr kulda. Iss, ekki gaman að þessu, lét mig hafa það að fara svona í vinnuna í gær, en í dag hef ég ákveðið að vera heima og reyna að ná þessu úr mér, nenni ekki að liggja lengur í þessu heldur en ég þarf, og fann hvað ég versnaði eftir því sem leið á gærdaginn. Svo mín er heima í dag með nefspray og box af tissjúi.
Annars er svo sem mest lítið að frétta af okkur. Húsið mjakast áfram, stelpurnar eru hressar og kallinn líka, nóg að gera í öllu fyrir utan það svo að þetta er allt í orden. Á döfunni á næstunni er að læra soldið meira, fara í böns af afmælum (bara búið að bjóða í 4 núna sömu helgina og það voru 2 síðustu helgi, hefur þetta eitthvað með það að gera að það eru 9 mánuðir frá jólum??), ein jeppaferð er á döfunni ef að heilsan lagast eitthvað og svo þetta daglega streð þess á milli. Erum ekki komin með dag á flutninga ennþá, en væntanlega geta gólfefnalagnir hafist eftir 1- 2 vikur. Biðjum því viðkomandi aðila sem að ætla að aðstoða okkur við það að setja sig í startholurnar
Athugasemdir
Bara segja daginn og ég og mínir mætum galvösk!
Anna Taylor
Anna (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 09:45
þú ert nú meiri pestargemlingurinn! Ég sem var einmitt að hugsa um að fara nú að drífa mig í að heimjsækja þig...en nú bíð ég aðeins lengur með það :)
Inga Rún (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.