Mánudagur, 23. október 2006
Allt að ske...
...eins og maður segir á lélegri íslensku
Í morgun gerðist lítið kraftaverk, það mætti maður með bílfermi af innréttingum og byrjaði að setja þær upp, þetta verður allt tilbúið fyrir helgi!! Þá á reyndar eftir að flísaleggja og parketleggja og tengja bað og vaska og draga í rafmagnið - en það er nú mikið komið þegar innréttingarnar, innihurðir og fataskápar eru komnir!! Núna vantar bara að spóla sér af stað í restina!! Verst hvað við erum tímabundin á næstunni, Norge næstu helgi og Halló Vín þarnæstu - og ef þið eruð eitthvað að móðgast með að hafa ekki fengið boðskort, að þá gæti verið að ég sé með gamlar e-mail addressur hjá ykkur, fékk eitthvað endursent!!
Brjálað annars að gera á öllum vígstöðvum á næstunni svo að það verður eitthvað lítið um uppfærslur hér. Við mæðgur eyddum seinnipartinum í að skoða flísalím, fræðast um parketlím og lagningu á því (apparently þarf að prima gólfið fyrst með grunn, og síðan þarf límið undir viðargólfið að passa við grunninn og gólfhitinn má ekki vera á fyrstu 24-48 tímana og þá má kveikja á honum en bara hækka um eina gráðu á sólarhring!!) og þetta lítur út fyrir að vera hið flóknasta mál! Einnig skoðuðum við líka klósett, flísar, vaska og baðker, við erum komnar með niðurstöðu í málið held ég, þarf bara að fara í Byko og "drepa" þetta á morgun!! Það væri náttúrulega bara týpískt mín heppni ef að þetta er svo ekki til á lager!
Athugasemdir
Hei, til hamingju með þetta!!!
Ég vona nú ykkar vegna (þín vegna - eða þess sem þrífur oftast gólfin og snyrtinguna...) að þið hafið valið upphengd klósett....
Og góða skemmtun í Norge - ó mig langar að kíkja líka! :)
Inga Rún (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.