Launarugl á skerinu!

Held að það skipti engum togum með þessi laun - þau eru öll of lág til að lifa sómasamlegu lífi á þessu skeri.  Eftir að hafa eytt síðustu 4 tímum í að fara yfir fjármál heimilisins Devil sýnist mér ekki vera annar kostur í stöðunni en að fara aftur út á vinnumarkaðinn sem rafeindavirki því jú, þeir hafa hærri laun heldur en kennarar - a.m.k. á mínu sviði. Ætli niðurstaðan verði sú að ég pakki saman í náminu og hætti við að gerast kennari?  Sýnist að ég þurfi að taka inn eins og 350-400þús á mánuði......og ekki gerist það í kennarastarfinu!!  Allavegna er skrítið að framfærsla sem dugði okkur fjölskyldunni vel fyrir nokkrum mánuðum sé ekki lengur nóg til að láta enda ná saman. Allt hækkar nema launin hér á landi er líklegasta skýringin! Shocking

Hinn möguleikinn er líka fyrir hendi að flýja skerið, aftur, og flytja erlendis. Lífsgæðin hafa allavegna ekki batnað eftir flutninginn á skerið þar sem við tókum bæði launalækkun við þann prósess.

Hvar enda þetta allt saman? Angry


mbl.is Kennarar telja að laun eigi að hækka um 24-46%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endar í tómu tjóni og endemis rugli.... ég er með þér í flutning, hvert eigum við að fara?

Heiðdís (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Rosaleg

Hvernig hljómar DUBAI?

Rosaleg, 13.4.2008 kl. 16:29

3 identicon

Hmmm er það einhver slæðustaður, væri snilld að þurfa aldrei að hafa sig til, bara vefja sig slæðum - niiiiiiiiccccceeeeeeeeee

Heiðdís (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:53

4 Smámynd: Rosaleg

He he - held að það séu reyndar einhver hverfi sem eru lokuð sem maður getur labbað um að vesturlandasið - annars slæður held ég! En það eru engir skattar og bensínið er mun ódýrara - bara dælt beint upp úr bakgarðinum svo að segja!

Rosaleg, 14.4.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband