Miðvikudagur, 1. nóvember 2006
Farsímafár!
Fyrir tæpum 8 árum eignaðist ég minn fyrsta GSM síma. Hann var af Ericson gerð og gulur/svartur á lit. Ég var alveg agalega lukkuleg með þennann síma og hann þjónaði sínu hlutverki vel, þar til ég eignaðist nýjan og síðan hef ég átt þá nokkra!! Það er alveg merkilegt hvað allt í einu, á örfáum árum, við erum orðin símavætt þjóðfélag. Það fer allt hreinlega á annan endann ef að maður er ekki í símasambandi einn dag.
Í morgun t.d., gleymdi ég að taka "gemmsann" minn með mér í vinnuna. Það kom svo sem ekki að sök, alltaf hægt að hringja í mig í vinnuna eða ná mér á MSNinu ef að svo liggur á fólki. Nema það, á miðvikudögum fer ég alltaf með Elizu í ballett beint eftir vinnu, svo að ég komst ekki í tæri við "gemmsann" minn fyrr en 18:45. Þá var ég með 34 missed calls og 4 skilaboð í talhólfinu.
Mikið assgoti er ég nú vinsæl!!
Athugasemdir
Vá vá vá .. þú ert vinsæl!!
Heiða (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 22:03
34 missed calls???!!!! Ertu með stalker??? Hjá mér er þetta öfugt, ég er alveg í mínus ef ég gleymi símanum en það er sjaldnast sem nokkur hefur hefur hringt eða sent sms..
Inga Rún (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.