Fimmtudagur, 7. desember 2006
jahérna aftur...
...já, hugmyndaflugið alveg að drepa mann í þessum titlum hérna. Varð bara að kommenta á þessa frétt, sérstaklega eftir að Jón Fannar hringdi í mig áðan og sagðist hafa lent í þessu veðri í morgun. Hann var reyndar staddur í flugvél á leiðinni frá London til Glasgow og stuttu eftir flugtak að þá tekur vélin góða dífu niðrávið með tilheyrandi ókyrrð og minn maður hefur eflaust svitnað vel og lengi því að hann sagðist hafa komist nálægt því að gera á sig! Úff, mann alveg hryllir bara við tilhugsuninni, ég er að hugsa um að setja hann í farbann hér eftir!!! Hlekkja hann bara heima! Ætli það sé bannað samkvæmt lögum? hmmmmm...
Annars gerðist þessi atburður ekki svo ýkja langt frá þeim stað sem að við bjuggum á, svona ca. í þarnæsta hverfi. Rétt hjá spítalanum sem að stelpurnar fæddust á og eiginlega mitt á milli Harrow og South Hampstead, en við bjuggum á báðum stöðum. Ekki hefur nú verið gaman að lenda í þessu, pjúff, en samt, húsin þarna eru ekki byggð eins og íslensk hús, þakflísar, einfalt gler og þess háttar. Veður sem að þeir kalla fárviðri, köllum við einfaldlega slagviðri, allavegna er það samkvæmt okkar reynslu. (þá sjaldan sem að það gerist að það komi rok og rigning á sama tíma) Það rignir afturámóti stundum heldur meira en við eigum að venjast hér. (í logni) En ég er alveg með skýringuna á þessu. Þeir bara klára alla rigninguna á tveimur tímum á meðan hérna rignir sama magn í heila viku!! ja, að svona sirka...hehehe
Einn slasaðist alvarlega og 150 hús skemmdust í hvirfilbyl í London | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.