Vindan

Fín helgi að baki - búið að bralla eitt og annað, en samt mest megnis rólegheit, nema laugardagskvöldið varð aðeins viltara heldur en planið var - en bara gaman að því, fullt af góðu fólki að skemmta sér saman. 

Eitt sem að mig langar að nefna er að eftir að leigubílagjaldsvæðið sameinaðist höfuðborgarsvæðinu, að þá er barasta lífsins ómögulegt að fá leigubíl í miðbæ Keflavíkur.  Höfum lent í þessu alltof oft og fleiri sem að við þekkjum eru að lenda í þessu, þetta fer barasta að minna á leigubílaröðina sem að myndaðist hérna um árið í Reykjavík eftir að djammi lauk klukkan 3 - nema hvað að hér duga bara handalögmálin ennþá við að ná sér í bíl!  Annars verður maður bara að labba!  Næst verða það bara strigaskórnir í bæinn - tek ekki séns aftur að skrönglast á hælum heim!

Þvottavélin okkar bilaði í gær - hætti allt í einu að vinda þvottinn svo að Jón Fannar þurfti að fara til Þýskalands í morgun hálf fatalaus (ja, en samt ekki, bara ekki með þau föt sem að hann vildi).  Ég var því komin í mikinn bobba með þvottinn, því að mér finnst best að þvo í skorpum, og hafði ætlað mér að þvo mikið í gær og í dag.  Var síðan svo svakalega heppin að mig dreymdi hvað var að þvottavélinni síðustu nótt og það stemmdi síðan þegar betur var að gáð!  Litlar hendur höfðu greinilega verið að "laga" hana aðeins fyrir mömmu sína og snúið vindutakkanum á no-spin stillingu.  Mikið agalega var ég fegin að uppgötva þetta og vélin búin að mala ágætlega í dag. 

Fór með stelpurnar í frítt verkalýðsbíó í dag og síðan með þær út að hjóla og á róló.  Á leiðinni heim kom síðan geðveik rigning og haglél svo að við urðum alveg hundblautar þó að við höfum ekki verið nema nokkrum húsum frá.  Elizu greyinu varð mikið um þessa "hroðalegu" lífsreynslu - þarf greinilega að senda hana oftar út í rigningu - herða hana aðeins!

Vinnuvikan framundan, mikið agalega er nú gott að hún er stutt, lítið planað framundan, smá læknastúss með Anítu í vikunni, saumaklúbbur sem að ég kemst líklega ekki í sökum barnapíuskorts (velviljaðir gefi sig fram) og svo náttúrulega frænkukvöldið, sem að reyndar er búið að aflýsa en gleymdist alveg að láta mig vita eftir að ég var búin að breyta og skipuleggja í kringum það - alveg agalega fer það í pirrurnar á mér þegar maður fréttir eitthvað svona frá þriðja aðila sem að þá hafði vitað það í rúma viku!  Ég held að ég hafi haft meiri samskipti og hitt vini og ættingja oftar þegar við bjuggum úti - og það er sko ekki fjarri lagi!  Mér finnst fólk hérna alveg yfirmáta upptekið - kannski hef ég bara svona lítið að gera miðað við aðra - ekki er hægt að halda saumaklúbb svo mánuðum skiptir vegna þess að allir eru svo uppteknir, ekki er hægt að halda frænkukvöld svo mánuðum skiptir vegna þess að allir eru svo uppteknir!  Hvert er þetta þjóðfélag eiginlega að fara?  Ég bara spyr?  Engin furða að íslendingar séu svona stressuð þjóð - lífsgæðakapphlaupið er hreinlega að gera útaf við fólk og það hefur ekki tíma lengur til að njóta lífsins og slaka á, hvað þá að taka frá eina kvöldstund af og til fyrir vini og ættingja...

...ég er komin á fremsta hlunn með að taka þessu persónulega - held að það vilji bara enginn vera memm lengur Ullandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta þjóðfélag er náttúrulega bara fáránlegt!! Veit ekki hvar þetta endar - allt ein allsherjar geðveiki og heilbrigða fólkið inni á Kleppi.

Inga Rún (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 06:22

2 Smámynd: Auja Guð

hva er mín eitthvað pirr pirr???????? Fyrst það er ekki frænkukvöld þá er það bara systrakvöld á vissum stað í borginni hehehe enda konan að bæta á sig einu ári eftir tæpa viku..........þurfum að halda upp á það ; ) Hættu svo að veða ðeiðuð músuð!!!

Auja Guð, 2.5.2006 kl. 12:53

3 Smámynd: Rosaleg

Nei nei, ég er ekkert pirr pirr eða ðeiðuð - alls ekki - þetta er bara það sem að ég finn fyrir - allir eru svo uppteknir að garfa í sínum málum að enginn hefur tíma til að gera nokkurn skapaðan hlut! hehehe :)

Rosaleg, 2.5.2006 kl. 13:41

4 identicon

Nei Rósa mín þú þarft ekki að taka þessu persónulega.... tók alveg eftir þessu þegar ég bjó í Reykjavík og ekki eðlilegt hvað þarf oft mikið til, til að ná vinum saman eina kvöldstund!! Við á landsbyggðinni erum greinilega rólegri, ég er allavega mjög oft heima hjá mér að bora í nefið "so to speak".... verst að það sé ekki styttra á milli okkar!

Heiðdís (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 20:24

5 identicon

HÆHÆ OG HÓ HÓ!!!
þAÐ ER ROSALEGT AÐ EIGA SVONA OFVIRKAR "MÓÐURSYSTUR" FRÆNKUR, VILDI BARA AÐ ÞÚ FENGIR EITTHVAÐ AF ÞESSUM ORKUBOMBUM OG STRAUMUM ÚR FJÖLSKYLDUNNI RÓSA MÍN. SENDI ÞÉR ORKUSTRAUMA. KVEÐJA M. P.S. ER KOMIN HEIM FRÁ AKUREYRI MEÐ MÖMMU HEILA Á GEÐSMUNUM.

María (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 13:18

6 Smámynd: Rosaleg

Þetta fer nú að verða spurning um hverjir geti talist heilir á geðsmunum!

Annars skýrir þetta margt - þær hafa fengið orkubomburnar - en við systurnar erum aftur á móti kynbomburnar......hahahahahahaha :)

Rosaleg, 3.5.2006 kl. 13:49

7 Smámynd: Auja Guð

hahahhahahahahahahhahahha

Kveðja

Kynbomban

Auja Guð, 3.5.2006 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband