Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006
Fimmtudagur, 29. júní 2006
Geisp !!
Alveg ótrúlegt hvað maður verður þreyttur daginn eftir að maður fór seint að sofa! ZZZzzzZZZzzz
ZZZzzzZZZzzzZZZ
En eins og sagði í greininni í gær, að þá sef ég greinilega of lítið miðað við holdarfar! hejehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 28. júní 2006
Rock on!
Nýjar kenningar um offitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 27. júní 2006
Gargandi gæs á mótorhjóli!
Jæja, fólk var að heimta sögur úr gæsuninni. Læt fljóta með hvað var gert við Stegginn.
Síðast þegar ég sá Stegginn var hann í skotti á BMW. Það var víst farið með hann á rúntinn og hann ruglaður soldið í rýminu og svo enduðu þeir í Go-kart hérna í Njarðvíkinni. Að því loknu lá leiðin inní Kringlu þar sem hann var látinn labba þar í gegn og leika hinar ýmsu hundakúnstir á leiðinni í Ríkið. Eftir það fór hann á torfærukeppni og var settur á skóflu og slökkvitæki, kynntur í hátalarkerfinu og má eflaust sjá honum bregða fyrir í næsta þætti á Mótorsport. Þeir enduðu síðan för sína í heitu pottunum í laugum þar sem Stegggarmurinn fékk loksins að fara úr múnderingunni og í almennileg föt.
Gæsin afturámóti var sótt á hádegi heim til sín og þegar höfuðborgin nálgaðist látin setja húfu á hausinn svo að hún vissi ekki hvert förinni var heitið. Við Hallgrímskirkju beið síðan heljarinnar hópur af skvísum sem voru saman komnar til að hrekkja vinkonu sína og frænku!
Þar beið mín bjór og fyrsti póstur í ratleik um miðbæinn sem að dró mig í að leysa hinar ýmsu þrautir. Auðvitað var ég dressuð upp í múnderingu og varð sætari... (vissi ekki að það væri hægt sko!!) Svo lá leið niður Skólavörðustíginn, Laugarveg og Bankastræti niðrá Ingólfstorg í glampandi sól og fíneríis veðri. Ég mátti leysa hinar ýmsu þrautir á leiðinni, s.s. kaupa brauð, koma konu til hjálpar með því að veita skyndihjálp og greina hana rétt, rista brauðið, semja ástaróð til Jóns Fannars og lesa hann upp upphátt, teikna mynd af draumaprinsinum, safna undirskriftum til styrktar bættum tölvukosti í grunnskólum Íslands, ákveða hvernig blóm ég væri og kaupa það í hárið á mér og já eitthvað fleira. För okkar endaði á Ingólfstorgi þar sem að við mér tók mótorhjólatöffari mikill sem að brunaði með mig gargandi inní Laugar þar sem að komið var að dekri fyrir mig. Pottur, gufa og mmmmmmm, súkkulaðinudd!! Haldiði að það hafi ekki komið þessi líka svakalegi hönk og nuddað mig frá toppi til táar uppúr súkkulaði. Soldið subbulegt, en ég get vel ímyndað mér hvernig páskaeggi líður, allavegna lyktaði ég eins og eitt nr. 370 frá Nóa Síríusi
Held að Steggurinn hafi ekkert verið hrifinn af þessu nuddi, allavegna bar hann þess merki um kvöldið...eftir að hann frétti af því.......hehehe
Steggja og Gæsahóparnir hittumst svo á Fridays þar sem að það var etið og drukkið, og að auðvitað fengum við eftirrétti í stíl við þema dagsins, hann fékk tvö kirsuber og ég heilan banana, allt með ís og rjóma og súkkulaðiköku.......þið verðið bara að sjá myndirnar!
Hópurinn skellti sér síðan í Ölver þar sem að sungið var í Karókee fram á rauða nótt...gasalegt stuð, já og við erum svona rétt að skríða saman aftur núna
Thats all folks, vonandi koma myndir inn síðar, en það er því háð að ég fái einhverjar sendar frá fólkinu með myndavélarnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 27. júní 2006
Forvitnilegt!
Finnst þessi frétt nokkuð forvitnileg, ætli þetta sé ástæðan fyrir svokölluðu "hommageni?" En hvað með konur? Hvað veldur samkynhneigð þeirra? hmmmmmmmm, þetta vekur upp margar spurningar! Allavegna er þetta meðfædd hegðun en ekki lærð, væri gaman að vita hvað veldur.
Ég er bara þannig skrýtin að mér finnst gaman að vita svona hluti Enda er hausinn á mér stútfullur af einskis nýtum upplýsingum, nýtist helst í spurningarspilum eins og Trivial , fjölskyldu og vinum til mikilla leiðinda...hehehe
Aðstæður í móðurkviði geta gert karlmenn samkynhneigða skv. nýrri rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. júní 2006
Gæs!
Í dag breytist ég víst í gæs!
Steggurinn var sóttur í rúmið hálf níu í morgun, hent útí garð, smúlaður, hveitibaðaður, fékk svo að fara í sturtu, klæddur í furðuföt og troðið í skottið á bíl nokkurra gangstera frá mafíunni. Ég hef hvorki heyrt af né séð hann síðan!
Vona bara að þetta verði ekki of harkalegt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 23. júní 2006
Besti dagur ársins?
Ja, það geta nú verið skiptar skoðanir um það held ég. Allavegna held ég að þessi dagur sé barasta ekkert verri en hver annar og á meðan veðrið er gott að þá fellur hann í hópinn yfir daga sem eru yfir meðallagi.
Annars á hún Begga litla frænka og barnapía með meiru afmæli í dag, orðin 14. ára skvísan. Ekki slæmt að eiga afmæli á besta degi ársins!
Besti dagur ársins er í dag að sögn bresks vísindamanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. júní 2006
Döh....
...stundum langar mig bara að blogga án þess að upphugsa einhverja fyrirsögn. Ég held að fyrirsögnin stuðli oft að því að ég verð alveg andlaus eftir að hafa hugsað um hvað maður ætti að skrifa í fyrirsagnarlínuna. En allavegna, er búin að vera að stússast í bænum síðan fjögur í dag. Tókst að klambra saman lista í Tékkkristal í Kringlunni fyrir allar frænkurnar sem að báðu um svoleiðis, þið hin megið eflaust nýta ykkur hann líka. Og svo er listinn okkar hjá Kokku líka kominn inn, það er hægt að skoða hann HÉRNA! Mjög hentug lausn fyrir fólk sem að vill ljúka sínum málum í gegnum internetið!
Fann engar servíettur eins og ég ætlaði mér, og Jón Fannar samþykkti að velja brúðarvöndinn áðan, það er víst hefð fyrir því að væntanlegur brúðgumi sjái um blómamálin. En ef að þið vitið um hvar hægt er að fá flottar servíettur að þá látið mig vita!!
Verð að segja frá smá skondnu atviki sem að gerðist í Kringlunni áðan. Nú fyrst að við vorum að fara í Tékkkristal að þá vildum við náttúrulega ekki taka stelpurnar með okkur inn þangað svo að við báðum Beggu um að labba með þær hring í Kringlunni. Þær voru í Dótabúðinni þegar Eliza þurfti skyndilega að pissa. Nú þar sem að Kringlan er svo skringilega hönnuð og bara klósett uppi, þurftu þær að taka lyftuna upp (útaf kerrunni) til að komast á klóið. Allavegna, þær festust í lyftunni, Eliza greyinu varð svo mikið um að allt lak í buxurnar og ég mátti hendast inní Hagkaup að redda nýjum fötum í snarhasti Smá drama í gangi, en ég get nú ekki annað en brosað svona eftirá, þó að þetta hafi alls ekki verið neitt fyndið á meðan það var í gangi. Þær voru nú ekkert fastar neitt lengi í lyftunni, nokkrar mínútur, hún stóð eitthvað á sér garmurinn. (lyftan sko)
Skoðið fréttina hér að neðan, finnst hún annsi skondin
Finnskt hrossatað í raun hefilspænir frá Litháen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. júní 2006
Sumarið komið?
Jæja skyldi sumarið loksins vera komið til okkar?
Mikið innilega vona ég að svo sé. Ég fæ alltaf svo skrýtinn fiðring þegar veðrið er svona gott. Mig langar að virkilega að gleypa allan heiminn á nokkrum andartökum. Fara í sund, hjólreiðatúr og gönguferð, grilla og sleikja sólkskinið, slá blettinn og fara í útilegu. En sjaldnast verður mér nokkuð úr verki, í dag var ég t.d. að vinna til 4 og þá var megnið af deginum búinn, börnin þreytt, sláttuvélin biluð og grillið gaslaust. Endaði á rúntinum með stelpurnar, borðuðum kvöldmatinn í skrúðgarðinum og þær sofnuðu síðan í bílnum, svo að nú situr maður bara heima og horfir á fallegu kvöldsólina án þess að komast lönd né strönd! Það er líka allt í lagi, mér líður voðalegalega vel uppí sófa bara með teppi, kókglas og fartölvuna. Vantar bara kallinn, en hann er, sem fyrr, í vinnunni í útlandinu. Hann er bara búinn að fljúga rúmlega 50 sinnum síðan í ágúst í fyrra, held að meðalmanneskja fljúgi kannski svona oft um ævina!
Við mæðgur ætlum að skella okkur til höfuðborgarinnar á morgun, þar eigum við erindi á nokkra staði, þurfum að fara í Garðheima, og svo var ég búin að lofa einhverjum að setja okkur á brúðargjafalista einhversstaðar, svo að ég þarf að stússast í því. Er reyndar búin að skrá okkur hjá Kokku á Laugarveginum, þeir bjóða uppá svo assgoti góða þjónustu, maður getur græjað allt yfir netið, sem að hentar svona sveitafólki eins og okkur. Allavegna listinn okkar á www.kokka.is ætti að birtast þar á næstu dögum. Held líka að við verðum með einn í Tékkkristal í Kringlunni. Verð að vinna í honum næstu daga, læt vita þegar það er orðið klappað og klárt!
Af húsbyggingarmálum er það helst að frétta að þetta mjakast. Allir veggir komnir upp núna og verið að leggja lokahönd á múrverkið. Þá á bara eftir að sparsla, mála, draga í rafmagn og tengja ljós, setja upp innréttingar, hurðir og fataskápa, pípulagnast með kló, bað og vaska, flísaleggja og parketleggja og þá, en ekki fyrr, flytjum við inn - það verður fyrir mánaðarmót, tökum ekki fram hvaða mánaðarmót það verða!!!! Þetta hefst allt saman smám saman!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 19. júní 2006
19. júní
Bleikur dagur í dag!
Mín ætlaði auðvitað að klæðast bleiku í tilefni dagsins, en enginn var búinn að þvo af mér og strauja og setja í skápinn, svo að ég endaði í bleikum nærfötum, það hlýtur að teljast með þó að það sjáist ekki!!
Flúðum útúr bænum á 17. júní í sveitina, höfðum það voða gott og stelpurnar nutu sín útí eitt.
Brúðkaupsundirbúningur stendur sem hæst núna, núna fer að koma að lokasprettinum og nóg eftir að gera. Vantar að fara á stúfana og útrétta eitt og annað.........púff, þetta er engin smá vinna!
Skrifa meira síðar, þarf svo að fara að setja inn nýjar myndir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. júní 2006
Iss piss...
...og pelamá - maður er sko engan veginn að standa sig í bloggheimum. Ekki það, mér leiðist að vera alltaf að skrifa um daglegt líf... en hér kemur samt eitt slíkt öppdeit fyrir þá sem að þess krefjast!
Fórum í sveitina síðustu helgin, og mikið agalega var það nú ljúft. Stelpurnar voru alveg að fíla sig í tætlur að geta verið svona mikið úti að leika sér, veðrið lék við okkur og við slökuðum vel á. Nokkur mikilvæg atriði nelgd fyrir stóra daginn, núna fer þetta allt á fullt skrið hjá okkur!
Annars er vikan bara búin að vera ljúf, Begga er komin til okkar í vist og sér um stelpurnar á daginn meðan ég er í vinnunni. Svo ætlar mín að leggja land undir fót á morgun, skjótast í smá versl og sól í London.........ohhh, hvað það verður nú ljúft!
adios amigos
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)