Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
Fimmtudagur, 28. september 2006
Þessi tími ársins...
...það er einmitt á þessum tíma ársins að laufin falla af trjánum, lúsin kemur upp í skólunum og kvefpestir herja á alla. Ég er einmitt búin að næla mér í eina slíka núna, hnerra, snýti mér, hósta og svitna á milli þess sem að ég skelf úr kulda. Iss, ekki gaman að þessu, lét mig hafa það að fara svona í vinnuna í gær, en í dag hef ég ákveðið að vera heima og reyna að ná þessu úr mér, nenni ekki að liggja lengur í þessu heldur en ég þarf, og fann hvað ég versnaði eftir því sem leið á gærdaginn. Svo mín er heima í dag með nefspray og box af tissjúi.
Annars er svo sem mest lítið að frétta af okkur. Húsið mjakast áfram, stelpurnar eru hressar og kallinn líka, nóg að gera í öllu fyrir utan það svo að þetta er allt í orden. Á döfunni á næstunni er að læra soldið meira, fara í böns af afmælum (bara búið að bjóða í 4 núna sömu helgina og það voru 2 síðustu helgi, hefur þetta eitthvað með það að gera að það eru 9 mánuðir frá jólum??), ein jeppaferð er á döfunni ef að heilsan lagast eitthvað og svo þetta daglega streð þess á milli. Erum ekki komin með dag á flutninga ennþá, en væntanlega geta gólfefnalagnir hafist eftir 1- 2 vikur. Biðjum því viðkomandi aðila sem að ætla að aðstoða okkur við það að setja sig í startholurnar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 24. september 2006
Til hamingju!
Vinir okkar, Soffa og Steini eru orðnir foreldrar. Þeim fæddist hinn myndarlegasti snáði síðastliðinn fimmtudag 21.09 klukkan rúmlega 18 útí London. Við viljum færa þeim okkar bestu árnaðar og heillaóskir. Snáðinn er auðvitað kominn með heimasíðu eins og öll alvöru börn í dag og má skoða hann á
http://thoriringi.barnaland.is
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. september 2006
Stutt er á milli hláturs og gráturs!
Já enginn veit sína ævina fyrr en öll er! Ég veit ekki alveg hvernig það er, en mér finnst einhvernveginn fleiri deyja í kringum mig þessa dagana heldur en verið hefur. T.d. á meðan við bjuggum úti, var það mjög lítið, en svo einhvernveginn þegar við erum orðinn partur af íslensku samfélagi aftur, að þá snertir dauðinn mann oftar því að maður fylgist betur með því sem að er að gerast. (andlátstilkynningar og minningargreinar o.s.frv.)
Ein kunningjakona mín lést s.l. sunnudag langt um aldur fram og vil ég því tileinka henni þessa færslu. Hún var góð kona, ávallt svo lífleg, hress og skemmtileg og gaman að spjalla við hana um heima og geima. Þó að kynni okkar hafi nú ekki varað nema s.l. ár að þá var hún þannig manneskja sem að gaf svo mikið af sér, eftirminnileg persóna. Ég hálfpartinn trúi því varla að hún sé farin. Guð blessi þig og geymi Jóna mín.
Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund, fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga, allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt, hvað fyrir er. Grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt. Lífið manns hratt fram hleypur, hafandi enga bið, í dauðans grimmar greipur, gröfin tekur þar við. Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt. Fetar þann fús sem tregur, hvort fellur létt eða þungt. |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 16. september 2006
Nýr fjölskyldumeðlimur
Fórum í verslunarferð til höfuðborgarinnar í dag. Keyptum hálfa Smáralindina held ég bara, enda var kominn tími á að húsbóndinn verslaði sér ný föt. (auðvitað fékk frúin líka smá) Ginger gamla gaf upp öndina um daginn og fær væntanlega bálför frá Kölku á næstunni. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn var sóttur til höfuðborgarinnar í dag og hefur hlotið nafnið Rauðka. Við væntum góðs af henni í framtíðinni - verst að hún er ekki forritanleg og með fjarstýringu - en það er næsta kynslóð. Hef sett mynd af henni hérna til hliðar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. september 2006
ó ó ó ó ó ó ó...
...ég á svo bágt, sit hérna og vorkenni sjálfri mér og minn besti vinur þessa stundina er stórt box af íbúfeni. Í dag leið mér einhvernveginn svona eftir ca. 10 deyfingar!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 14. september 2006
klóri klóri klóri klór...
Þessi ófögnuður birtist í skólanum og á leikskólanum í dag - ég er búin að sitja heima og klóra mér í hausnum í allt kvöld!! Held að ég sé meira en lítið ímyndunarveik, ekki nóg með að manni klæji í hausnum, heldur allstaðar annarsstaðar líka, meira að segja í framan...hehehe
Hugsa að ég fari nú samt í kembingu - til að róa sálartetrið!
Annars er bara tannsi á döfunni á morgun - víííí - endajaxlataka (verður maður ekki að horfa á björtu hliðarnar á svartnætti heimsins?)
Helgin framundan, sé fram á að þurfa að liggja soldið yfir stærðfræðiskruddunum svona inn á milli fimleika og sunnudagaskóla. Kallinn á leiðinni heim, stoppar alveg í rúma tvo sólarhringa í þetta skipti.
Brúðarmyndirnar eru annars komnar fyrir áhugasama - gæti hnoðað í vöfflur ef að einhver ákveður að taka rúnt hingað útí eyðimörkina á hjara veraldar!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. september 2006
Demitt!!
Ætlið að segja mér að Ópið sem að ég keypti á e-bay sé bara feik??? Mér var lofað að þetta væri það sem að rænt var þarna um árið!
Miklar vangaveltur í Noregi um hvernig Munch-verkin fundust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 7. september 2006
Gubbupest...
...er ekki sniðug! Sérstaklega þegar barnið gerir ekkert annað en að æla yfir mömmu sína, því að auðvitað vita allir að það er best að vera hjá mömmu ef að manni líður illa!!
En mömmum finnst ekki gaman að láta gubba á sig, alls ekki á nóttunni og alveg sérstaklega ekki þegar þær sitja á klósettinu og lesa blað!
Annars fer heilsufarið hér á bæ vonandi batnandi - nema að restin af fjölskyldunni fari líka að gubba, vonandi gerist það ekki, þvottavélin hefur gengið non-stop í dag með gubbusængurverum og handklæðum og fötum - held að það þurfi að gefa henni smá frí!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. september 2006
Perlur dagsins...
...Rósa, hlaupandi á bílastæði Kringlunnar með innkaupakerru, hring eftir hring, missteig sig illa og nærri lent undir bíl - allt útaf einum árásargjörnum rauðhærðum geitung sem að ætlaði hreinlega að éta okkur með vígtönnunum!!
...Rósa, gleymandi úlpunni sinni á leikskóla og annað generalt vesen sem að orsakaði að við komum 10 mín of seint í fyrsta balletttímann!!
- missið ekki af þætti næstu viku - kennsla í því hvernig hægt er að kreista graftarkýli á 90km hraða á Reykjanesbraut!!
Uppeldishornið: Stórar stelpur eiga ekki að pissa í buxurnar, sérstaklega ekki á hverjum degi!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)