Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Mikið að gerast...

...úff, það er ekki laust við mikið bloggleysi á þessum bæ, en það er hreinlega bara búið að vera mikið að gera á bænum undanfarið.  Engar stórfréttir samt í gangi, nema þá helst að eldri prinsessan varð 5 ára síðastliðinn föstudag og hélt upp á stórafmælið með pompi og prakt.  16 vinir og vinkonur mættu á svæðið og samfögnuðu henni seinnipartinn og svo eftir að þeirri gleði lauk kom fullorðna frændfólkið í kaffi, svo að það var mikið að gera á bænum í síðustu viku.  Stórbakstur og tilheyrandi Whistling

Það var mikil gleði hjá prinsessunni að verða loksin 5 ára, enda búin að bíða eftir því síðan í september að eiga afmæli.  Annað eins gjafaflóð hefur líka aldrei sést á þessu heimili og daman mun ríkari en áður af hinum ýmsu munum sem að eru nauðsynlegir fyrir 5 ára prinsessur.  Litla systir var smá græneygð að horfa uppá allar þessar gjafir, en hún var hæstánægð með að fá nokkrar gjafir líka, enda ekki alveg að skilja þetta ennþá - en er þó komin með það á hreint að hún á afmæli í maí.

Höfum undanfarinn mánuð verið að leita okkur að hentugum húsgögnum í stofuna, en höfum ekki fundið neitt sem að okkur líkar við, svo að leitin heldur áfram, erum búin að þræða held ég hverja einustu húsgagnaverslun á stórhöfuðborgarsvæðinu og mér finnst alveg merkilegt hvað í raun er lítið úrval, flestar þessar verslanir eru með mjög svipuð húsgögn, og þá bara kannski 1-2 hluti í sömu línu, en við viljum náttúrulega fá heildarlausnina uppá lúkkið að gera, ekki samansafn af ýmsu.  Kannski erum við bara svona erfið, en blessunarlega erum við með sama smekkin og vitum uppá hár hvað við viljum, eigum bara eftir að finna það hehe...  Það er svo sem ekkert mál, fermum ekki fyrr en eftir 9 ár W00t

Vorum samt að velta fyrir okkur um helgina hvað hefði orðið um allan þennan tíma, okkur finnast ekki vera komin 5 ár síðan að Elíza var lítil, enda er hún ennþá stóra litla barnið okkar, sem reyndar er byrjuð að læra að lesa, svo að það eru kannski liðin 5 ár, en vá, tíminn líður ótrúlega hratt!

Maður verður greinilega að fara að koma því í verk sem að maður ætlar sér, áður en maður verður of  gamall til að standa í svoleiðis stússi, eftirlaunaaldurinn færist óðum nær! Shocking


Töfralausnir

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_my_pictures_herbalife.jpg

Eftir að hafa heyrt og lesið þessa frétt er ég alveg agalega fegin að hafa aldrei haft trú á þessum töfralausnum og hvað þá látist ginnast útí einhverja svona vitleysu.  Ég hafði það einu sinni af að fara á kynningu og þá fengum við að smakka ógeðslegan hristing - læknaði mig alveg af þeirri bakteríu að fara á einhvern sjeik kúr.  Held því semsagt enn fram að "töfralausnir" virka ekki!!  Allavegna ekki ef maður er að leita eftir langtímaárangri, og hvað kemur fólki og sérstaklega ókunnugu fólki það við þó að maður sé með smá spek? 


mbl.is Sex lifrarbólgutilfelli eftir neyslu á Herbalife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árið

Gleðilegt ár allir saman og takk fyrir það gamla.  Bara svona að láta vita að maður er ennþá á lífi, en eitthvað ryðgaður og andlaus eftir allt átið undanfarna daga.  Mest lítið að frétta, en það breytist væntanlega þegar líður á mánuðinn og maður byrjar að plana nýja árið betur.  Þegar nokkrir hlutir komnir á skedjúlið svo að það ætti að vera hægt að segja frá einhverju skemmtilegu þegar líða tekur á mánuðinn. W00t

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband